Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1993, Page 23

Ægir - 01.08.1993, Page 23
óagróöramenn ab berjast vib breska °g þýska togara um þorsk og ýsu á Srunnmibum. Eftir útfærsluna sátu smábátarnir einir ab tiltölulega gjöful- um mibum. Þeir fengu árlega ^0-45.000 tonn af botnfiski og voru Þeir einu sem löndubu ferskum fiski 01 vinnslu í Færeyjum. Útfœrsla í 200 mílur ^essi mynd af litlum bátum á Oeimamibum og úthafsflota á fjarlæg- um mibum gjörbreyttist árib 1977. Þab ár fluttu Færeyingar, íslendingar, ^anadamenn og margar abrar þjóbir landhelgina út í 200 mílur. Þetta hafbi 1 för meb sér ab færeyski úthafsflotinn Orökklabist af mibum sem höfbu haft UrsUtaþýbingu fyrir afkomu hans. ^óru skipin sigldu heim og hófu veib- ar á færeyska landgrunninu. Þessi skip v°ru í eigu nokkurra útgerbarmanna Sem höfbu mikil áhrif á pólitíska stefnu og voru nánast einrábir í fram- leibslu og útflutningi á eyjunum. Ný efnahagsnefnd - heildarlausnin Á tveimur árum, frá 1975-1977, er Orotib í blab í færeyskri þjóbarsögu. Á Þessum árum verba straumhvörfin miklu í stjórnmálum og efnahagslífi Þióbarinnar. Ný kynslób háskóla- menntabra manna hafbi tekib vib stÍórnartaumum. í fararbroddi þeirra Var nýkjörinn formabur Jafnabar- Ulanna, Atli P. Dam. Hann var sonur *eturs Mohrs Dams sem ásamt sam- bandsmanninum Kristjan Djurhuus hafbi fengib dönsku stjórnina til ab °§ilda þjóbaratkvæbagreibsluna árib ^48. j þeirri atkvæbagreibslu hafbi meirihluti Færeyinga greitt atkvæöi meö því aö Færeyjar yrbu frjálst og jollvalda ríki. Atli Dam var verkfræö- m§ur á olíuleitarsvæöum í Kúveit þeg- ar forysta Jafnabarflokksins baö hann árib 1970 aö koma heim og taka vib formennsku í flokknum. Hann varö strax lögmaöur Færeyja og gegndi því embætti allra manna lengst í sögu þjóöarinnar. Áriö 1975 mótabi lands- stjórn hans nýja efnahagsstefnu á eyj- unum sem gjörbreytti öllum högum, lífsviöhorfi og lífsháttum Færeyinga. Þessi efnahagsstefna fékk síbar nafnib heildarlausnin. Nauösynlegt er ab rekja tildrög og forsendur heildarlausnarinnar því hún skýrir aö miklu leyti hvernig nú er komiö fyrir færeysku þjóbinni. Landsstjómin sem Atli Dam veitti forstöðu mótaði nýja efnahagsstefnu árið 1975 sem gjörbreytti högum Fœreyinga. Þessi efnahags- stefha var síðar kölluð „heildarlausnin". Hér erAtli Dam ásamt fonnanni þingflokks Jafnaðarmanna, Vilhelm Johannesen. Bátasjómenn krefjast bœttra kjara Áriö 1974 náöi olíukreppan há- marki á Vesturlöndum og fiskverö hrundi á öllum heföbundnum mörk- uöum Færeyinga. Veröfalliö kom illa viö dagróbramenn, sjómennina á smábátunum, og þeir kröfbust þess aö stjórnvöld geröu ráöstafanir til aö bæta kjör þeirra. Þeim þótti óréttmætt aö laun á landi hækkubu um 10% vegna vísitölubóta á sama tíma og þeirra eigin laun lækkuöu um 10% ÆGIR ÁGÚST 1993 3 45

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.