Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 16
ísland á gufuskipum og rótuðu upp fiski fyrir framan nefið á íslendingum. Með tilkomu íslandsbanka 1904 varð til bakhjarl togaraútgerðar og sama ár festi Fiskveiðihlutafélag Faxaflóa kaup á Coot, litlum, gömlum togara frá Aberdeen. Hann var gerður út frá Hafnarfirði með góðum árangri uns hann strandaði 1908. Vélvæðing báta- flotans hófst um svipað leyti. Árið 1911 hafði íslensk togaraútgerð slitið barnsskónum og sýnt yfirburði yfir skúturnar og fram til 1917 voru gerðir út um 30 togarar. Fyrsti togarinn sem íslendingar létu smíða fyrir sig var Jón forseti 1907, fyrsti nýsköpunartogar- inn var Ingólfur Arnarson 1947 og fyrsti skuttogarinn var Siglfirðingur 1964. Á 2. hæð er meðal annars saga vélbáta og togara, farþega- og flutn- ingaskipa, landhelgisgæslu, þorska- stríða, siglingatækni, fjarskipta og síldveiða. Fróölegir munir á smœrri sýningum í rishæð safnhússins eru nokkrar smærri sýningar, til dæmis á munum úr sögu Slysavarnafélags íslands, fróð- legir munir af hafsbotni, kafarabún- ingur og skipsklukkan af franska haf- rannsóknaskipinu Pourquoi PaS' krabbar, skeljar og fleira úr lífríki hafs- ins, myndir og munir frá hvalveiðurn, en ekki síst kappróðrabáturinn og hvítblái fáninn sem danskir sjóliðar af „Islands Falk" tóku af Einari Péturssyni er hann reri sér til skemmtunar a Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913, fyör röskum áttatíu árum. „Fánamálið" olli miklu uppnámi og það dró pólitískan dilk á eftir sér. í risinu er einnig að- staða fyrir kennslu skólabarna, skoðun myndbanda, fundi og fyrirlestra. I for- sal safnsins verður brugðiö upp smærri sýningum eftir því sem tilefni gefast. Þar eru minjar um bátabrunann í Vest- urvör 23. apríl síðastliðinn, sýning a sérlega glæsilegum og merkum mun- um og teikningum frá Vita- og hafna- málaskrifstofu, merkjafánar af skipurn, ný aðföng sem safninu berast, stórt líkan af Kútter Haganesi, auk mynda og líkana sem minna á siglingu er- lendra manna til íslands fyrr á tímum- ■ k \\ t.5 8 ]É\ ■/

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.