Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 30

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 30
fari (bátaþilfari) er brú á reisn, en fremst í reisn er and- veltigeymir. Á brúarþaki er ratsjár- og ljósamastur. Vélabúnaöur Framdrifs- og orkuframleiðslukerfi: Aöalvél skipsins er frá Wartsila Wichmann, sex strokka tvígengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, sem tengist niðurfærslugír, með innbyggðri kúplingu frá Ulstein, og skiptiskrúfu- búnaði frá Wichmann. Tœknilegar upplýsingar (aöalvél með skrúfubúnaði) Gerð vélar ... 6L28B Afköst ... 1800 KW (2450 hö) Snúningshraði ... 600 sn/mín Gerð niðurfærslugírs ... 600AGSC KP Niðurgírun ... 4.42:1 Gerð skrúfubúnaðar ... PR82/4 Efni í skrúfu ... Ni Al-brons Blaðafjöldi ... 4 Þvermál ... 3300 mm Snúningshraði 136 sn/mín Skrúfuhringur .. Wichmann Á niðurfærslugír er eitt aflúttak (1:3.0), sem við tengist Leroy Somer riðstraumsrafall af gerð LSA 50L- 10, 1200 KW (1500 KVA), 3 x 440V, 60 Hz. í skipinu eru tvær hjálparvélar, báðar í vélarúmi, en önnur í lokuðum klefa. Vélarnar eru frá Mitsubishi af gerð S6NMPTK, sex strokka fjórgengisvélar með for- þjöppu og eftirkælingu, 459 KW (624 hö) við 1800 sn/mín. Við hvora vél tengist riðstraumsrafall frá Le- roy Somer, gerð LSA 49L9, 400 KW (500 KVA), 3 x 440V, 60 Hz. Fyrir upphitun íbúða o.fl. er afgasketill frá Pyro, gerð A200/1500, afköst 183 KW. Stýrisbúnaður: Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Tenfjord, gerð H-165-I-6M 180/2GM415, snún- ingsvægi 6.0 tm, og tengist Barkemeyer stýri. Að framan er skipið búið vökvaknúinni hliðar- skrúfu frá Brunvoll. Vélakerfi dieselvéla: í skipinu eru tvær skilvindur frá Alfa Laval, önnur af gerð MAB 104B fyrir brennslu- olíukerfið og hin af gerð MAB 204S fyrir smurolíukerf- ið. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Sperre af gerð HL2/77, ____________Tœknilegar upplýsingar_______________ Gerð ................... SPO 200 Afl..................... 200 hö Blaöafjöldi/þvermál .... 4/1000 mm Niðurgírun ............. 3.56:1 Snúningshraði........... 510sn/mín Vökvaþrýstimótor........ Brúninghaus A2F 355 W5 Afköst mótors........... 147 KW við 1813 sn/mín afköst 27 m3/klst við 30 bar þrýsting hvor. Fyrir véla- rúm og loftnotkun véla eru tveir rafdrifnir blásarar fta GF Marine, afköst 21000 m3/klst hvor. Rafkerfi: Rafkerfi skipsins er 3 x 440 V, 60 Hz fyrir mótora og stærri notendur, og 220 V, 60 Hz fyrir lýs- ingu og til almennra nota í vistarverum. Fyrir 220V kerfið eru tveir 50 KVA Siemens spennar, 440/220V. Hjálparvélarafala er unnt að samkeyra og skammtíma samfösun er milli aðalvélarrafals og hjálparvélarafala- í skipinu er 80A, 3 x 380V landtenging. Ýmis skipskerfi: í skipinu er austurskilja frá Victor Oil Water Seperator, afköst 3 m3/klst. Fyrir geyma er tankmælikerfi frá Peilo Teknikk, gerð Soundfast 830 - 106.1/302. í skipinu er ferskvatnsframleiðslutæki frá Atlas af gerð AFGU 1E-7, afköst 7 tonn á sólarhring- Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. Kerfi fyrir vistarverur: íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum, sem fá varma frá katli, svo og neysluvatn, og til vara og í höfn er 300 1 Pyro hitakút- ur með 4 x 10 KW rafelementum. íbúðir eru loftræstar með rafdrifnum blásurum frá G.F. Marine. Fyrir inn- blástur er einn blásari, afköst 3000 m3/klst, nieö vatnshitaelementi, og fyrir eldhús, borðsal og snyrú' herbergi eru sogblásarar. Vinnsluþilfar er loftræst meö einum sogblásara, afköst 5000 m3/klst, og búið hita- blásurum. Fyrir hreinlætiskerfi er ferskvatnsþrýstikerfi frá Jarlsö. Vökvaþrýstikerfi: Fyrir vökvaknúinn vindubúnað og hliðarskrúfu er vökvaþrýstikerfi (háþrýstikerfi) fra Rapp Hydema A/S, sem komið er fyrir í dælurými b.b ' megin á togþilfari. Um er að ræða fimm rafdrifnar Abex Denison dælur, 1180 sn/mín, knúnar af Leroy Somer rafmótorum, sem eru eftirfarandi: Fjórar T6ED-066-045 dælur, sem skila 395 1/mín hver, þrýstingur 85 bar, knúnar af 155 KW rafmótor- um. 352 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.