Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 38

Ægir - 01.08.1993, Blaðsíða 38
urnar munu væntanlega hafa nota- gildi fyrir allan flotann. Reiknað er með að fyrstu niðurstaðna verði að vænta í haust. Tœknideildin nauðsynleg En hvernig sér Emil Ragnarsson fyrir sér framtíð tæknideildarinnar? „Öðru hverju heyrast raddir sem vilja leggja þessa starfsemi niður. Ég held það væri misráðið, samanber það sem ég sagði í upphafi um nauðsyn aukinna rannsókna á sviði fiskveiða. Ennfremur í ljósi þeirrar viðamiklu upplýsingaöflunar og úrvinnslu sem hér fer fram og enginn annar hefur REYTINGUR SR-mjöl tekur við Hlutafélagið SR-mjöl hf. tók hinn 1. ágúst við rekstri Síldar- verksmiðja ríkisins í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Hlutafé er 650 milljónir króna, allt í eigu ríkisins. SR-mjöl hf. yfirtekur rekstur Síldarverk- smiðja ríkisins á fiskimjölsverk- smiðjum sem reknar eru á fimm stöðum á landinu, Skagaströnd, Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði, auk vélaverkstæðis á Siglufirði. Breyting þessi hefur í för með sér að fyrirtækið verður framvegis rekið við sömu lagaskil- yrði og langflestar fiskimjölsverk- smiðjur í landinu, það er innan ramma hlutafélagalöggjafarinnar. Stjórnarformaður SR-mjöls hf. er Arndís Steinþórsdóttir, deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, og aðrir í stjórn eru Arnar Sigur- mundsson, Vestmannaeyjum, Hermann Sveinbjörnsson, Reykja- vík, Pétur Bjarnason, Akureyri, og Þórhallur Arason, Reykjavík. Hagnaöur hjó Granda Grandi hf. skilaði hagnaði að fjárhæð um 51 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá hafði verið gjaldfært gengistap sem nam 154 milljónum. Á síð- asta ári nam tap Granda hf. um 100 milljónum króna. í frétt frá Granda eru tilgreindar þrjár á- stæður fyrir jákvæðri afkomu á fyrri helmingi ársins: í fyrsta lagi varð aflaaukning fyrstu sex mán- uðina, sem nam 48 af hundraði. Heildarafli varð 18.700 tonn á móti 12.600 tonnum í fyrra. Helmingur aukningarinnar, eða um 3000 tonn, var úthafskarfi. í öðru lagi er nú tveimur togurum fleira í flota Granda hf. en var í fyrra. Togararnir eru nú átta. í þriðja lagi hefur náðst mikil rekstrarhagræðing eftir að félagið sameinaði alla landvinnslu í eitt hús á Norðurgarði á síðasta ári. Grandi hf. fékk úthlutað 23.455 tonna aflakvóta á næsta fiskveiði- með höndum, auk verkefna sem deildinni eru falin af hinu opinbera- Þá berst deildinni jafnan mikill fjöld' fyrirspurna um margvísleg tæknile? málefni, jafnt frá innlendum sem er- lendum aðilum. Ætlunin er að reyna framvegis að afla í auknum mael1 styrkja til rannsóknaverkefna úr hm- um ýmsu sjóðum sem veita fé til rannsóknastarfsemi. Þá tel ég eðlilegt að Fiskveiðasjóður styrki þessa starf- semi áfram. Þegar svo tekjur fyrir ut' selda þjónustu bætast við tel ég ekki vanta ýkja mikið upp á til þess að Fiskifélaginu sé kleift að halda starf- semi deildarinnar áfram." ári sem er 3.500 tonnum minna en á þessu. Háskólinn í Eyjum Á vegum Háskóla íslands eru 1 undirbúningi ýmiss konar verk- efni í Vestmannaeyjum tengd sjávarútvegi, fiskvinnslu, hafrann- sóknum og öryggismálum sjo- manna. Þetta er liður í samvinnu- verkefni skólans og Vestmanna- eyja. Ráðgert er að nokkrir nem- endur Háskóla íslands, sem stunda nám til meistaraprófs í líffræðn verkfræði og fleiri greinum, hafi aðstöðu í Vestmannaeyjum. Þá ef unnið að því að koma á laggirnat húsnæði fyrir starfsemi skólans a staðnum. Fyrirhuguð verkefm verða á sviði hagræðingar í frysti- húsum og gæðastjórnunar, fisk- sjúkdómarannsókna, þróunar ör- yggisbúnaðar fyrir sjómenn, auk þess sem þekking og reynsla sjo- manna á fiskimiöunum verður skráð. Þá hefur verið ákveðið að hefja undirbúning alþjóðlegs verk- efnis í djúpsjávarrannsóknum. (Morgunblaðið) 360 ÆGIR ÁGÚST 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.