Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 8
128 Tímarit lögfræöinga greiðslu skuldar eru almennt eigi refsiverð, en áburður á kaupmann um vanefndir á greiðsluskyldu mundi vera æru- meiðing, því að slíkur áburður mundi verða virðingu hans til hnekkis meðal starfsbræðra hans og annarra.1) Hins- vegar mundi aðdróttun um sumar lítilsverðar ávirðingar, sem að vísu geta orkað aðilja refsingu, alls ekki allt af verða virðingu hans til hnekkis, og verða því refsilaus samkvæmt 235. gr. hegnl. Sekta má aðilja fyrir það, ef hann lætur bifreið sína standa of lengi á sama stað í til- tekinni götu, fyrir aktur eitt skipti á ljóslausu reiðhjóli, fyrir að leggja bifreið á óleyfðan stað o. s. frv. En það mundi varla verða talið virðingu hans til hnekkis, þó að hann væri borinn þeim verknaði eitt skipti. En ef að- dróttun fæli í sér áburð um skeytingarleysi almennt í þess- um efnum, þá gæti það orðið virðingu hans til hnekkis og því refsiverð ærumeiðing samkvæmt 235. gr. Verður það að fara eftir mati hverju sinni, hvort aðdróttun um athöfn eða athafnaleysi horfi virðingu manns til hnekkis. En aðdróttun þarf ekki að varða athöfn sérstaka eða athafnaleysi. Ef hún felur í sér áburð um siðgæðiskort hjá þeim, sem hún beinist að, þá mundi hún verða honum til virðingarhnekkis, þó að við enga sérstaka athöfn eða athafnaleysi sé miðað. Aðdróttun um skort á sannsögli eða sannleiksást felur því t. d. í sér ærumeiðingu samkvæmt 235. gr. hegnl. Er þetta svo alkunnugt og slíkur fjöldi dóma þar um, að tilvitnana í þá virðist ekki þörf. Sú siða- krafa er almennt gerð til manna, að þeir segi ekki ósatt vísvitandi, og áburður um brot á þeirri siðareglu horfir því til virðingarhnekkis. Hinsvegar mundi áburður um ósanna sögn tiltekið skipti út af fyrir sig ekki fela í sér ærumeiðingu, ef ekki er sýnt af sambandinu, að hann feli í sér aðdróttun um vísvitandi ósannindi. Þó má vera, að manni sé borið vítavert gáleysi í meðferð sannleikans, enda má slíkt verða löstur, og áburður um slíkan löst mundi verða manni til virðingarhnekkis, og því refsiverður 1) Sbr. Hrd. IV. 51.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.