Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 18
138 Tímarit lögfrceöinga hafa verið ástæðulaus með öllu. 1 dóminum segir ekki bein- línis, hvernig farið hefði, ef sakirnar hefðu verið greindar og ljóst hefði verið vitnað í blöð þau, sem fluttu greinarnar með sakargiftunum. Það er næstum eins og gert sé ráð fyrir því, að þá hefði átt að sýkna stefnda í héraði. En sjálfsagt er sú ályktun ekki örugg. 1 hæstaréttardómi frá 1929, þar sem dæmt var um mörg meiðyrði um einn kenni- mann íslenzku þjóðkirkjunnar, er dæmt um tvær, að því er virðist, orðréttar klausur úr unnnælum annarra en stefnds í héraði, þær ómerktar og hnoum refsing mælt fyr- ir þær.1) En ályktun um refsidóm fyrir útbreiðslu æru- meiðinga er hér þó ekki örugg, því að svo má líta á sem fjölmælismaðurinn hafi gert ummælin í þessum klausum að sínum. Nú er um refsinæmi útbreiðslu ærumeiðinga berum orð- um ákveðið í hegningarlögum nr. 19/1940. Samkvæmt 234. gr. er útbreiðsia móðgana refsiverð. Ef A t. d. segir B frá því, að X hafi kallað Y fant, hafi sýnt honum tiltekið óvirð- ingarmerki o. s. frv., þá hefur A breitt móðgun út og unnið sér til refsingar samkvæmt 234. gr. Og samkvæmt 235. gr. varðar það refsingu að bera út aódróttanir. A segir B, að X hafi dróttað fjársvikum að Y o. s. frv. Annars segir ekki sérstaklega um skilyrði refsingar fyrir útbreiðslu móðg- ana eða aðdróttana, og má því um það vísa til sjónarmiða þeirra, sem greind eru hér áður. Þess skal til viðbótar geta, að ákvæði 236. gr., bæði 1. og 2. málsgr., eiga við um út- breiðslu aódróttana. Ef sögumaður veit, að aðdróttunin er ósönn eða ber hana út opinberlega og hefur ekki sennilega ástæðu til þess að halda hana sanna, þá verður hann dæmd- ur eftir 236. gr. I 236. gr. segir einungis um útbreiðslu aðdróttana. Hún tekur því eftir orðum sínum ekki til út- breiðslu móðgana. Óvirðingarorð eða skammarorð eða at- hafnir, sem fela í sér óvirðingu, en geyma þó ekki aðdróttun um neitt það, er verða mundi virðingu hans til hnekkis, verða að jafnaði ekki réttlætt, svo að sönnunarheimildin i) Hrd. II. 1242. Nr. 6 og 29 í héraðsdóminum..

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.