Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 26
146 Tímarit lögfræOinga aðilja, enda er það óvéfengjanlegt, ef og að því leyti sem bóta kann að vera krafizt. Fræðimenn tala þó um æru ópersónulegra aðilja, en sú æra til tilbúningur (fictio), en í verki og framkvæmd eru þó ópersónulegir aðiljar ósjaldan látnir vera aðiljar mála út af ærumeiðingum, sem, ef þær geyma ummæli um hann, þó hljóta að lúta að ráðsmennsku fyrirsvars- manna hans í því starfi,1) eða varða tilfinningar tiltekinna eða ótiltekinna manna, svo sem smánun trúarkenninga, sbr. 125. gr. hegnl. Þó að aðalreglan sé sú, að einstaklingur eigi sóknaraðild út af meiðingum á æru sinni, þá á ákæruvaldið stund- um aðild, ýmist óskilyrta eða skilyrta. Stafar það af því, að ærumeiðing varðar ekki einungis einstaklinginn, sem fyrir henni verður, heldur einnig hagsmuni ríkisins eða jafnvel líka hagsmuni annarra ríkja. Ákæruvaldið á skilorðslausa aðild í þessum málum: a. Ef forseti Islands er ærumeiddur, 101. sbr. 105. gr. hegnl. b. Ef erlend þjóð, erlent ríki, æðsti ráðamaður þjóðhöfð- ingja þess, fáni eða annað viðurkennt þjóðernismerki er opinberlega smánað, 1. málsgr. 2. gr. laga nr. 47/1941 (áður 1. málsgr. 95. gr. hegnl.). Ef þjóðhöfðinginn er sjálfur smánaður, þá er það smánun gagnvart ríki hans. Æðsti ráðamaður þjóðhöfðingjans er sá maður, sem næst gengur honum að völdum í ríki hans, t. d. forsætisráð- herra. 1 Bandaríkjum Norður-Ameríku er forsetinn jafn- framt formaður ráðuneytis ríkisins. Ærumeiðing gagn- vart honum væri því bæði beint gegn þjóðhöfðingjanum sjálfum og æðsta ráðamanni. Smánun getur komið fram bæði í orðum og athöfnum, en hún verður að vera „opin- berleg“, þ. e. birt almenningi, t. d. í blaði eða á mannfundi eða annars á almannafæri, t. d. niðurrif fána erlends ríkis og óvirðuleg meðferð.2) 1) T. d. Hrd. II. 108. 2) Sbr. Hrd. V. 982, VI. 94.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.