Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 27
Meiöyröi og meiöyröamál. 147 Eftir 2. málsgr. 2. gr. laga nr. 47/1941 á ákæruvaldið einnig sókn máls á hendur þeim, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.1) Skilyrði er, að ærumeiðingin sé frammi höfð „opin- berlega“. Þetta orð sýnist eiga við allar þær meingerðir, sem í 2. málsgr. getur. 1 orðinu „annars" felst víst ekki nein bending um saksókn, heldur það, að „srnánun" geti komið fram í skammaryrðum o. s. frv., en þau þurfa ekki allt af að vera „smánun". Ef meiðingin er ekki í frammi höfð „opinberlega", þá á aðili sjálfur sókn sakar, enda væri ekki samræmi í því, að einungis „smánurí' höfð „opin- berlega“ yrði opinbert sakarefni, en inar aðrar meiðingar, sem vera mættu miklu minni, væru opinbert sakarefni, þó að þær væru ekki hafðar í frammi opinberlega. Ákvæðið um opinbera málssókn er í 97. gr. hegnl. c. Ef opinber starfsmaður er ærumeiddur. En nánara þarf að athuga, hve nær ákæruvaldið á skilorðslaust sókn út af slíkum ærumeioingum, og hve nær það á hana ein- ungis, ef inn meidai krefst þess, að ákæruvaldið höfði mál, því að ákvæði hegningarlaganna þar um virðast geta orkað nokkurs tvímælis. Koma hér til greina ákvæoi 108. gr. og ákvæði 242. gr. hegnl. 2. tölul. b. 108. gr. (sem svarar til 102. gr. hegni. 1869) tekur til hvers þess, „sem hefur í frammi skammanjrði, aðrar móSganir í orSum eða atliöfn- um eöa ærumeiSandi aðdróttanir viö opinberan starfs- mann, þegar hann er aS gegna skyldustarfi sínu, eóa við hann eóa um hann út af því“. Samkvæmt 24. gr. hegnl. á ákæruvaldið skilorðslaust sókn saka út af brotum þeim öllum, sem í 108. gr. getur. Greinin tekur bæði til móðgana og aðdróttana, en útbreiðsla ærumeiðinga er ekki nefnd. Hún hlýtur einnig að vera refsiverð, eig'i síður en útbreiðsla ærumeiðinga almennt samkvæmt 234. og 235. gr. Og ríkis- valdið hefur jafn mikilla hagsmuna að gæta varðandi út- !) Sbr. Hrd. XII. 257, 263.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.