Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 30
150 Tímarit lögfrœóinga 242. gr. 2. b. tekur og til annarra tilvika, t. d. aðdróttunar um almennan hæfisskort til starfans. Samkvæmt þessu er 108. gr. að nokkru víðfeðmari, en að nokkru þrengri. En um margt taka þær til sömu tilvika. Virðist ljóst, að skilorðslausa opinbera saksókn skuli hafa, þar sem 108. gr. tekur til, en 242. 2. b. kemur einungis til greina, þar sem 108. gr. á eigi við.1) Ef ríkisvaldið neitar að verða við kröfu opinbers starfs- manns um málshöfðun samkvæmt 242. gr. 2. b., þá hlýtur hann að geta höfðað venjulegt einkamál á hendur brota- manni. En hitt kynni að þykja orka tvímælis, hvort starfs- maður getur sjálfur höfðao mál, án þess að hann hafi leitað til ákæruvaldsins um málshöfðun. Má segja, að ærumeið- ingar, sem 242. gr. 2. b. tekur til, séu brot gegn valdstjórn- inni, að minnsta kosti þau, sem opinber starfsmaður verður fyrir, meðan hann hefur starfann á hendi, og að ákæru- valdið ætti því alltaf að hefjast handa, ef því þætti ástæða til, áður en starfsmaðurinn ræki réttar síns sjálfur. En bæði er það, að mörg mál fyrir slík brot varð hann að sækja sjálfur, áður en hegningarlög 1940 komu til fram- kvæmdar, og að í athugasemdum við 242. gr. segir, að til þess sé ætlazt, að starfsmaðurinn geti sótt slík mál sjálfur, ef hann hirðir ekki að kerfjast opinberrar málssóknar. Mun því verða svo á litið, að hann geti sjálfur höfðað mál, án þess að leita til ríkisvaldsins um málshöfðun af þess hálfu. Og auðsætt er það, að starfsmaðurinn getur höfðað mál sjálfur, ef ákæruvaldið verður ekki við kröfu hans um opinbera málshöfðun, eins og líka er vikið að í athuga- semdum við greinina. Vandamenn látins opinbers starfsmanns geta og væntan- lega notið ákvæða 242. gr. 2. b. b. Ef ærumeiðandi aðdróttun er borin fram skriflega, ]) Dæmi nctkunar 242. gr. 2. b. er í Hrd. XXI. 79. Hreppstjóri var sagður óhæfur til starfans, nyti eigi trausts né virðingar, að hreppsbú- um hafi verið sýnd óvirðing með skipun hans í stöðuna, að hann sé hvorki sanngjarn né óhlutdrægur o. s. írv. Ærumeiðingar voru taldar varða við 234. og 235. gr. hegnl.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.