Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Side 37
MeiOyrSi og meiðyröamál.
157
hvort aðili hafi kannast við það, að hann hafi haft tiltekna
ærumeiðingu í frammi — umræður eða samninga um
annað en sáttamálið o. s. frv. Samkvæm þessari niður-
stöðu hæstaréttar eru ákvæði 13. gr. laga nr. 85/1936, þar
sem bannað er að leiða sáttamenn vitni, eða aðra, sem á
sáttafundi kunna að vera, um skýrslur aðilja um mála-
vöxtu eða sáttaboð.
Þegar opinbert refsimál er höfðað, þá hvílir sönnunar-
byrðin á ákæruvaldinu um öll þau atriði, er varða refsiskil-
yrði ákærða, svo sem aldur, andlega heilbrigði almennt og
þá er brot var framið eða telst hafa verið framið, og ásetn-
ing, sbr. 108. og 109.gr.laga nr. 27/1951.x) I einkamáli mun
sækjandi einnig bera sönnunarbyrði um þessi atriði. Um
ásetning má sérstaklega geta þess, að ekki þarf að sanna
það, að varnaraðili hafi beinlínis haft þann tilgang að
meiða æru aðilja (animus injuriandi). Það er yfirleitt nægi-
legt, að hann hafi haft í frammi orð eða athafnir, sem
eftir almennum skilningi eru lagaðar til að meiða æru ann-
ars manns. Og ærumeiddur maður þarf því ekki að sanna
það, að hann hafi raunverulega verið sæður eða lækkaður
í áliti annarrá manna, ef orð eða athöfn er til þess löguð,
enda væri ekki kostur slíkrar sönnunar. Krafa um hana
verkaði á sama hátt sem svipting æruverndar.
Það er að vísu svo, að gálausleg ærumeiðing á ekki að
baka refsingu, sbr. 18. gr. hegnl. En í framkvæmd ákvæða
hegningarlaganna skiptir þetta naumast miklu máli, því
að orð eða athafnir, sem í sjálfum sér eru lagaðar til æru-
meiðingar,2) verða talin varnaraðilja (ákærðum) til refs-
ingar, þótt hann beri það fyrir sig, að hann hafi ekki at-
hugað þetta eðli þeirra og hafi því ekki verið þess vitandi
með sjálfum sér, að hann ærumeiddi mann með þeim. Sjálf-
ur getur hann ef til vill verið sannfærður um, að orð eða at-
höfn væri ekki meiðandi eða mógandi, enda er alloft ein-
mitt deilt um það í meiðyrðamálum, hvort háttsemi varnar-
aðilja (ákærða) hafi verið slík. A taldi sig t. d. ekki hafa
i) Sbr. Dómasafn I. 193. 2) sbr. t. d. Hrd. XIV. 162.