Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 47
MeiSyrSi og meiSyrSamál. 167 217. gr. hegnl. 1869 var það refsiverð ærumeiðing, ef mað- ur dróttaði því „ástæ5ulaust“ („ubeföjet" í danska textan- um), að öðrum að, að hann hafi unnið þau verk, sem gera mundu hann óverðugan virðingar samþegna hans, eða nefnir hann þeim nöfnum, sem aðeins væri heimild til, ef hann hefði breytt þannig. Og eftir 219. gr. var annar „ástæðulaus“ áburður, sem hlýtur að verða virðingu þess, sem fyrir verður, til hnekkis, rifsiverður. Enginn vafi þótti leika á því, að þessi ummæli laganna ætti að skilja svo, að almennt væri heimilt að leiða sönnur að því, að að- dróttun hefði við rök að styðjast og að réttmætt væri að viðhafa tiltekin orð. 1 dómum landsyfirréttar og hæsta- réttar frá gildistíma hegningarlaga 1869 er iðulega að þessu vikið í meiðyrðamálum. Er stundum sagt, að stefndi hafi réttlætt ummæli sín nægilega, eða að hann hafi ekki gert það, og er það reyndar tíðast. Er þar með sagt eða ráð gert fyrir því, að stefnda sé heimilt að færa sönnur á rétt- mæti ummæla sinna.1) 1 núgildandi hegningarlögum er ekki berum orðum heimilað að leiða sönnur að aðdróttunum slíkum sem greindar voru. En í 1. málsgr. 238. gr. er það lýst óheimilt að færa fram sönnun í meiðyrðamáli um verlmað, er mað- ur hefur verið sýknaður af með fullnaðardómi í opinberu refsimáli. Og hlýtur því hér að vera almennt gert ráð fyrir þessari heimild. Þá er einnig gert ráð fyrir því í 237. gr., að maður geti almennt losnað undan refsingu, ef hann segir satt, og í 2. málsgr. 238. gr., að sönnun um sannindi aðdróttunar hafi refsileysi almennt í för með sér, enda er ráð gert fyrir inu sama í 108. gr. En með því að sönnun leysir undan refsingu, þá hlýtur líka almennt að vera heim- ilt að leita gagna um það, að satt hafi verið sagt. Ekki verður heldur efast. um það, að dómstólar telji full heimilt eftir hegningarlögum nr. 19/1940 að leiða sönnur að rétt- mæti ærumeiðandi ummæla.2) 1) T. d. Dómasafn I. 506, III. 488, V. 482, VI. 462, VII. 300, 496, 499. VIII. 562, Hrd. VI. 461, VIII. 100. 2) Sbr. Hrd. XII. 257, XIV. 162, XVI. 226, XX. 19, 115.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.