Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 55
Meiöyröi og meiöyröamál. 175 dróttun sanna, þá á téð málsgrein ekki við, heldur almenna ákvæðið í 285. gr. Mala fides er einungis refsihækkunar- skilyrði samkvæmt báðum málsgr. 236. gr., en bona fides veldur aldrei refsileysi. Og jafnvel þótt sakaráberi trúi því og hafi haft ástæðu til að trúa því, að hann geti sannað áburð sinn fyrir dómi, þá veldur það honum ekki refsileysi. Hann ber sjálfur áhættuna á því, að honum takist að sanna það, að hann hafi sagt satt. Þó að hann hefði t. d. vottorð tveggja eða fleiri manna um það, að þeir hefðu séð inn ærumeidda fremja tiltekinn verknað, þá verður það sakar- ábera ekki til sýknu, ef gefendur vottorðsins staðfesta það ekki nægilega fyrir dómi. Ef sakaráberi hins vegar hyggur áburð rangan, þegar hann hefur áburðinn uppi, en tekst þó í dómsmáli að sanna hann réttan, þá mun sakarábera ekki verða refsað fyrir fullframið brot, heldur í mesta lagi fyrir tilraun. En vitanlega er þetta síðasta atriði eingöngu fræðilegt, því að sakaráberi mundi trauðla láta neitt uppi um það, að hann hefði verið mala fide. Sóknaraðili yrði að sýna fram á, að svo hefði verið, en venjulega yrði erfitt að leiða gögn að njala fides ærumeiðis, enda mun sjaldan verða mikið um slíkt rætt í ærumeiðingamálum. D. Otbreiðsla ærumeiðinga. Þegar in upphaflega æru- meiðing er einungis fólgin í móðgun, og annar maður ber það út, að slík móðgun hafi verið í frammi höfð, þá kemur venjulega í þessu sambandi ekki sönnun um annað til greina en um það, að útbreiðandi hafi heyrt eða séð slíka móðgun í frammi hafða, og ef til vill, að sá, sem fyrir henni varð, hafi veitt efni til þess, að hún var í frammi höfð, sbr. 239. gr. hegnl. Ef útbreiðandi vill njóta linkindar vegna þess, að hann hafi ekki haft móðgun í frammi sjálf- ur, þá verður hann vitanlega að sanna það. Annars kostar verður að líta svo á, að sögn hans um það, að hann hafi ekki sjálfur, heldur annar, haft móðgun í frammi, sé ein- ber fyrirsláttur. Þegar ærumeiðing er fólgin í aðdróttun, þá verður út- breiðandi að sanna það, að aðdróttun sé ekki frá honum runnin, heldur segi hann einungis það, sem aðrir hafi í

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.