Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 63

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 63
Sameignarslit. 183 Það virðist því, að lagarök skorti ekki til þess að fara með áfrýjun slíkra mála sem hér greinir eftir almennu áfrýjunarreglunni í 197. gr. laga nr. 85/1936. öll þau atriði, sem hér hafa verið orðuð til andmæla niðurstöðu hæstaréttardómsins, koma fram í sératkvæði Þóðrar Eyjólfssonar, og vildi hann því að sjálfsögðu lúka efnisdómi á málið. Annað mál er það, að niðurstaðan hefði þá sennilega orðið in sama í hæstarétti sem hún var hjá uppboðsdómara, nema ný gögn hefðu komið fram um þverlyndi sameigandans G eða hæstiréttur hefði litið öðruvísi á sönnunargildi þeirra gagna, sem í uppboðsdómi komu fram. E. A. Á víð og dreif. Vtgáfa hæstaréttardóma hefur oft verið alllöngu á eftir uppkvaðningartíma þeirra. Þetta hefur stundum verið bagalegt þeim, sem hafa viljað fylgjast með úrlausnum dómsins. Og þeir eru sjálfsagt nokkuð margir. Dráttur á útgáfunni stafaði jafnan af annríki prentsmiðjunnar, sem annaðist útgáfuna, en ekki af seinlæti þeirra, sem bjuggu handrit að dómunum undir prentun og önnuðust prófarka- lestur. Dráttur á prentun texta dómanna hlaut óhjákvæmi- lega að leiða af sér drátt á registri við hvert bindi eða ár, því að slíkt registur verður ekki gert, fyrr en hvert bindi er fullprentað eða að minnsta kosti fullsett. Registurs- gerðin hlýtur alltaf að taka nokkurn tíma, enda verkið sein- legt, vandasamt og ekki sérlega skemmtilegt. Síðan Prentsmiðja Austurlands tók við prentun hæsta- réttardómanna hefur enginn dráttur orðið á útgáfu dóm-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.