Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Blaðsíða 48
fremur fornleifa jurta og dýra. I þriðja lagi er það menn-
ingarleg skylda að reyna aS búa svo um eftir föngum, að
náttúrunni sé ekki spillt að þarflausu. Á það ekki sízt við
í sambandi við ýmsar framkvæmdir og mannvirki. Og í
fjórða lagi er það menningarleg skylda, sem stað á í
fegurðarkennd manna, að reynt sé að varðveita fögur
landsvæði og stuðla að góðri umgengni um náttúruna
og koma i veg fyrir, að náttúran sé lýtt með ósmekklegum
tiltækjum, svo sem með þvi að setja upp auglýsinga-
eða áróðursspjöld eða letra auglýsingar eða áróðursmál
á mannvirki og náttúrumyndanir utan þéttbýlis.
b. 1 löggjöf um náttúruvernd erlendis eru yfirleitt tekin
ákvæði um svonefnda félagslega náttúrunefnd. Með því
réttaratriði er átt viS lagaákvæði, sem greiða fvrir því,
að almenningur geti átt þess kost að njóta náttúrunnar.
Má þó e. t. v. segja, að slik ákvæði lúti fremur að náttúru-
nautn en náttúruvernd. Hér á landi er nú svo komið, að
allur þorri landsmanna býr í þéttbýli og fæstir þeirra,
sem þar búa, eiga land utan kaupstaða eða kauptúna.
Er það þegar orðið mikið nauðsynjamál að búa svo um
hnútana, að þéttbýlingar eigi færi á að njóta náttúru
landsins. Ákvæði II. kafla frv. stefna að þessu marki,
og verða þau skýrð í athugasemdum við þann kafla.
c. Fjármunaleg eða búskaparleg náttúruvernd lýtur að
þvi að skapa mönnum aðliald með réttarreglum um að
nytja ýmis náttúruauðæfi á hagfelldan hátt frá búskapar-
legu sjónarmiði. Endursköpunarmáttur náttúruauðæfa er
mismikill eins og alkunna er. Sum ganga ekki til þurrðar,
þótt þau séu nytjuð í allríkum mæli, sbr. t. d. vatn eða
ýmiss konar jarðargróður. Önnur verða aðeins notuð í eitt
skipti og endurnýjast ekki fyrir afl náttúrunnar, sbr. t. d.
málmar, mór og möl. Það er að sjálfsögðu verkefni laga-
setningarvalds að setja ákvæði um nytjun ýmissa þessara
verðmæta, og liefur slíkt verið gert að nokkru hér á landi,
sbr. t. d. lög um náma, jarðhita, mótak, vatnsréttindi,
skógrækt og ýmiss konar löggjöf um friðun á fiskum eða
238
Tímarit lögfrœöinga