Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Blaðsíða 48
fremur fornleifa jurta og dýra. I þriðja lagi er það menn- ingarleg skylda að reyna aS búa svo um eftir föngum, að náttúrunni sé ekki spillt að þarflausu. Á það ekki sízt við í sambandi við ýmsar framkvæmdir og mannvirki. Og í fjórða lagi er það menningarleg skylda, sem stað á í fegurðarkennd manna, að reynt sé að varðveita fögur landsvæði og stuðla að góðri umgengni um náttúruna og koma i veg fyrir, að náttúran sé lýtt með ósmekklegum tiltækjum, svo sem með þvi að setja upp auglýsinga- eða áróðursspjöld eða letra auglýsingar eða áróðursmál á mannvirki og náttúrumyndanir utan þéttbýlis. b. 1 löggjöf um náttúruvernd erlendis eru yfirleitt tekin ákvæði um svonefnda félagslega náttúrunefnd. Með því réttaratriði er átt viS lagaákvæði, sem greiða fvrir því, að almenningur geti átt þess kost að njóta náttúrunnar. Má þó e. t. v. segja, að slik ákvæði lúti fremur að náttúru- nautn en náttúruvernd. Hér á landi er nú svo komið, að allur þorri landsmanna býr í þéttbýli og fæstir þeirra, sem þar búa, eiga land utan kaupstaða eða kauptúna. Er það þegar orðið mikið nauðsynjamál að búa svo um hnútana, að þéttbýlingar eigi færi á að njóta náttúru landsins. Ákvæði II. kafla frv. stefna að þessu marki, og verða þau skýrð í athugasemdum við þann kafla. c. Fjármunaleg eða búskaparleg náttúruvernd lýtur að þvi að skapa mönnum aðliald með réttarreglum um að nytja ýmis náttúruauðæfi á hagfelldan hátt frá búskapar- legu sjónarmiði. Endursköpunarmáttur náttúruauðæfa er mismikill eins og alkunna er. Sum ganga ekki til þurrðar, þótt þau séu nytjuð í allríkum mæli, sbr. t. d. vatn eða ýmiss konar jarðargróður. Önnur verða aðeins notuð í eitt skipti og endurnýjast ekki fyrir afl náttúrunnar, sbr. t. d. málmar, mór og möl. Það er að sjálfsögðu verkefni laga- setningarvalds að setja ákvæði um nytjun ýmissa þessara verðmæta, og liefur slíkt verið gert að nokkru hér á landi, sbr. t. d. lög um náma, jarðhita, mótak, vatnsréttindi, skógrækt og ýmiss konar löggjöf um friðun á fiskum eða 238 Tímarit lögfrœöinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.