Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Blaðsíða 47
minjar en löggjöf um náttúruvernd. Mun raunar einnig
rétt að taka til athugunar í því sambandi, hvort ekki sc
þörf á lagafvrirmælum um friðun gamalla bygginga eða
annarra sérkennilegra mannvirkja, þótt ekki séu þau
sögufræg.
2. Hugtakið náttúruvernd er mjög víðtækt hugtak og
tekur til rýmstu merkingu til verndar á öllum þáttum
náttúrunnar, kvikum og dauðum. 1 lögum um náttúru-
vernd er óvíða eða jafnvel hvergi farin sú leið að mæla í
einum og sama lagabálki um vernd á öllum þáttum nátt-
úrunnar. Heppilegra þykir að skipa í sérlögum fyrir um
vernd ýmissa sérgreindra þátta náttúrunnar, svo sem
fugla, eggja og hreiðra, spendýra og fiska. Þau svið nátt-
úrunnar, sem hér verða eftir, eru lægri dýr, alls konar
gróður, jarðvegur og jarðmyndanir, fossar og stöðuvötn
og annað vatn á jörðu og i, ýmiss konar auðæfi, sem
brotin verða eða unnin úr jörðu, og annað því skylt.
En í þorra laga um náttúruvernd erlendis er jafnvel
ekki mælt fyrir um þessa þætti náttúrunnar alla, sem
siðast voru nefndir. Ýmsar stoðir geta runnið undir nátt-
úruvernd samkvæmt þrengra hugtakinu, sem hér hefur
verið reifað, eða mismunandi sjónarmið leitt til hennar.
Þarf rannsóknar við, hvort hyggilegt sé að ræða þær hlið-
ar allar i lögum um náttúruvernd.
Greina má milli náttúruverndar, sem styðst við menn-
ingarleg rök og sjónarmið, náttúruverndar, sem rót á i
félagslegum viðhorfum, og náttúruverndar, sem reist er
á fjármunalegum grundvelli. Skal nú farið nokkrum orð-
um um þessa þrjá þætti hvern um sig.
a. Ekki orkar tvímælis, að taka eigi í frv. slíkt sem
þetta ákvæði um náttúruvernd, sem styðst við menningar-
leg sjónarmið. Koma hér til í fyrsta lagi ákvæði, sem ætlað
er að girða fyrir spjöll á náttúruminjum og náttúrumynd-
unum, sem gildi liafa til skilningsauka á náttúrufari lands
og náttúruþróun. f öðru lagi eiga hér heima ákvæði um
friðun sjaldgæfra jurta og dýra og steinategunda og enn
Tímarit lögfræöinga
237