Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Blaðsíða 40
ákvæði 1. nr. 98/1940, 2. gr., sem óheimila landeiganda að spilla laugum og hverum eða breyta farvegi þess vatns, sem hverinn þeytir frá sér, eða afrennsli laugar, 1. nr. 15/1923, IX. kafli, um óhreinkun vatna, og 1. nr. 123/1940, um bann gegn jarðraski. Hér má og orða 1. nr. 45/1950, 31. gr., þar sem sá varnagli er sleginn, að ekki sé heimilt að taka land eignarnámi til notkunar, ef þar eru „sérstök náttúruprýði, sem skylt er að vernda“. Loks er rétt að geta laga nr. 59/4928, um friðun Þingvallar, og 1. nr. 27/1940, um friðun Eldeyjar. Þessi tvenn lög styðjast í ríkara mæli við náttúruverndarsjónarmið en hin lögin, sem nefnd voru, og má raunar telja, að lögin um friðun Eldeyjar séu alfarið náttúruverndarlög. Lagaákvæði þau, sem hér hafa verið nefnd, og fíeiri, er nefna mætti, heita náttúru lands hvergi nærri þeirri vernd, sem skylt er. Mörg þeirra styðjast við fjármuna- leg eða búskaparleg sjónarmið ein, fyrst og fremst á þá lund, að þeim er ætlað að stuðla að liæfilegri nytjun hlunninda. Uppistaðan í þorra þeirra er einungis að koma i veg fyrir rányrkju. Þau nægja því hvergi til raunhæfra úrræða um náttúruvernd almennt. Þótt ekki muni leika á tveimur tungum, að þörf sé á heildarlöggjöf um náttúruvernd, þykir allt um það rétt, að reifa nokkru nánar, hversu mikið sé í húfi, ef ekki er sett náttúruverndarlöggjöf hið bráðasta og henni hrundið i framkvæmd. Islenzk náttúra, bæði hin dauða og lifandi, er um margt einstæð, meðal annars og ekki sízt fyrir það, að fram á siðustu ár hefur hún orðið fyrir minni áhrifum af manna völdum en náttúra annarra landa. Veldur því í fvrsta lagi það, að landið bvggðist síðar en flest þau lönd, sem b^'ggst hafa, í öðru lagi, að það er enn eitt af strjálbyggðustu löndum og i þriðja lagi, að fram á síðustu áratugi hefur tæknileg menning íl)úanna verið á svo lágu stigi, að þeir hafa raunverulega alls ekki drottnað yfir náttúru landsins og hafa megnað tiltölulega litlu um brevtingar á náttúr- 230 Tímarit lögfræöinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.