Tímarit lögfræðinga - 01.10.1956, Blaðsíða 50
um og dómkvöddum yfirvirðingamönnum er ætlað að
greiða úr bótaþætti máls, þ. e. um bótagrundvöll og fjár-
hæð bóta. Úrlausn þeirra er fullnaðarúrslit varðandi á-
kvörðun um fjárhæð bóta, en úrlausn þeirra um bóta-
grundvöll má hins vegar bera undir dómstóla, sbr. 18.
gr. frv. Um bótagrundvöllinn sjálfan, bótaskylduna, er
örðugt að setja reglur í almennum lögum, þar eð 67. gr.
stjórnarskrárinnar bindur hendur almenna lagasetning-
’arvaldsins. Frv. byggir bins vegar á þeim skilningi á 67.
gr., sem nú er tíðastur, að almennar takmarkanir á eignar-
rétti, sem leggjast með svipuðum þunga á alla eigendur,
sem jafnt stendur á um, baki ekki bótaskyldu. Á það má
benda hér, að á nokkrum stöðum i frv. er beinlinis veitt
heimild til eignarnáms, sbr. 1. gr. d-lið, 7. gr. 4. mgr.
(jafngildi eignarnáms), 8. gr. og 17. gr.
5. Hér að framan hefur það verið rakið, hver nauðsvn
sé á setningu laga um náttúruvernd. Ljóst er, að árangur
af slikri löggjöf veltur á mörgum atvikum. í fyrsta lagi
er ókleift að vinna að þessum málum, nema nokkurt fé
sé veitt til ýmissa aðgerða eftir lögunum. 1 öðru lagi
skiptir höfuðmáli, að náttúruverndarnefndir og náttúru-
verndarráð verði skipuð áhugamönnum, sem tök hafa á
að beita sér í þessum efnum. En að lokum er á það að líta,
að ekki má vænta góðs árangurs, nema allur almenningur
sýni skilning i orði og verki á gildi náttúruverndar. Verður
það væntanlega verkefni náttúruverndarráðs og félags-
skapar náttúruunnenda að glæða þann skilning, m. a. með
útgáfu upplýsingarita um þessi mál. Er vikið að þessu
verkefni náttúruverndarráðs i 27. gr. frv.
6. Hugtakið náttúruvernd hæfir e. t. v. ekki alls kostar
vel því efni, sem frv. fjallar um. 1 fyrsta lagi kann það
að vekja þá hugsun, að frv. sé ætlað að fjalla um alla
þætti náttúrunnar, sem vernda eigi eftir islenzkum lögum.
1 öðrulagi er mönnum sennilega ótamt og e. t. v. framandi
að tala um náttúruvernd, þar sem er liin svo nefnda félags-
lega náttúruvernd. Að þessu leyti kann hugtakið náttúru-
240
Tímarit lögfrœöinga