Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Síða 35
en þar er þeim 612 einkamálum eða 43.81% einkamál-
anna, sem standa skemur en ár, skipl á mánuði.
Þess skal getið, að kjörskrármálum er sleppt úr töfl-
unni. Koma þau einungis fram á vissum tímabilum, þ. e.
fvrir kosningar, og er meðferð þeirra á allan hátt mjög
sérstæð.
III. Fógetagerðir, uppboð, skipti.
Hér fengust engan veginn þær upplýsingar, sem æslci-
legt hefði verið. Stuttlega skal þó gerð grein fyrir því sem
fram hefur komið um þessa málaflokka.
Leitazt var við að gera töflu um fjárnám, þannig að
fram kæmi, hversu langur tími liði frá því, að mál bærist
emhætti og þar til því lvki. Um þetta tókst ekki að afla
upplýsinga, nema að nokkru levti, þar sem hjá mörgum
cmbættum lá vitneskja ekki fyrir um það, hvenær mál
hafði borizt embætti, og hefði þvi taflan einungis getað
orðið mjög brotakennd.
Þess má þó geta, að hjá borgarfógetaembættinu í Reykja-
vík lítur taflan svo út timabilið 1961—1963:
Mánuðir
0-1 1-2 2-3 3-4 4-5 5-6 6-7 7-8 8-9 9-10 10-11 11-12
2194 311 ‘150 94 40 23 20 25 5 7 4 1
Ár
0-1 1-2
2874 4
Er hér miðað við tímalengdina frá því að mál berst
embætti og þangað til því lýkur. Um 304 fjárnám á þessu
sama tímabili tókst ekki að fá vitneskju. Bendir þetta til
þess, að öllum þorra fjárnáma Ijúki innan mánaðar frá
þvi að þau berast embættinu, og sama niðurstaða verður
dregin af þeim atlmgunum, sem fram hefur farið á gangi
þessara mála við önnur embætli.
Um skipti og uppl)oð er það að segja, að þar fengust
ófullnægjandi upplýsingar um þessi efni hjá borgarfógeta-
embættinu í Reykjavik. Er því ekki hægt að gera frekari
grein fvrir þessum málaflokkum.
Timarit lögfræðinga
29