Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Page 39
F. örðugleikar á að ná til aðila, vitna og lögmanna,
sbr. m. a. bréf lagadeildar Háskólans.
G. Um úrræði til bóta má vísa til þess, sem greinir hér
á eftir, þegar fjallað er um hvorn málaflokkinn um sig,
einkamál og opinber mál. Hér skal þó getið tillögu í
bréfi lagadeildar Háskólans, sem er á þá leið, að skipuð
verði föst nefnd, sem hafa skuli vakandi auga með fram-
lcvæmd réttarfars, fvlgjast með nýjungum og gera tillögur
til úrbóta.
2. Um opinber mál sérstaklega.
A. Brej’tt löggjöf.
Yfirsakadómarinn í Reykjavik gerir ýmsar tillögur um
breytta löggjöf og skal bér talið það helzta, sem kemur
fram hjá honum.
a) Aðskilnaður rannsóknarvalds og dómsvalds.
b) Að unnt verði að ljúlca fleiri málum með dómssátt.
Sú tillaga kemur einnig fram hjá sýslumanni Dalasýslu.
c) Að unnt eigi að vera að ljúka fleiri málum með lög-
reglusektum. Þá tillögu gerir einnig saksóknari rikisins.
d) Gera eigi meðferð mála, þar sem játning sökunauts
liggi fyrir, einfaldari.
e) Að gera eigi meðferð verðlagsmála einfaldari.
B. Breytt framkvæmdaatriði.
a) Að koma þurfi boðun sökunauts og vitna i betra
horf, en mjög tefji það mál, hversu erfitt sé að ná til
þeirra. Að þessu atriði víkja vfirsakadómarinn í Reykja-
vik, saksóknari ríkisins, settur bæjarfógeti á Siglufirði og
sýslumaður Barðastrandarsýslu.
b) Að efla þurfi rannsólcnarlögreglu. Þetta kemur fram
hjá vfirsakadómara í Reykjavik og bæjarfógeta Akur-
eyrar.
c) Að koma þurfi í ijetra horf bókhaldsrannsóknum í
sambandi við sakamál, svo sem með því að ráða löggiltan
endurskoðanda (eða endurskoðendur) i þjónustu rikisins.
Að þcssu vikur einkum saksóknari ríkisins, sbr. einnig
bréf yfirsakadómara og lagadeildar Háskólans.
Timarit lögfræðinga
33