Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 55
I. Mannekla.
II. Brottvera aðila.
Um I. lið þarf elcki að rœða, þar sem ráðunevtinu er vel
kunnugt um það atriði.
Um II. lið er það að seg.ja, sérstaklega i sambandi við
opinberu málin, að rétt væri, að að minnsta kosti öll
minni háttar mál væru afgreidd, þar sem brotið er framið
á meðan sakborningur er við hendina.
T. d. fáum við hingað sendar kærur á menn, sem hér
eiga lögheimili, en koma ekki hingað mánuðum saman
og fer því mikill tími til spillis að liafa aftur upp á sak-
borningi. Þó málin séu send þangað, sem skipin landa,
hefst ekki upp á kærðum, og liggja til þess ýmsar ástæður.
Dráttur sá, sem yfirleitt er á uppboðsmálum, stafar af
þvi, að uppboðsbeiðandi óskar málum frestað i sífellu.
Sýslumaður Húnavatnssýslu.
Ur bréfi Jóns ísbergs sýslumanns, dags. 23. nóvember
1964:
Ég vil fvrst vekja athvgli á því, að dómarastörfin hjá
sýslumönnum eru orðin algert aukastarf í mörgum um-
dæmum landsins. Og það er orðið svo erfitt að fá lög-
lærða fulltrúa, að sýslumaður sjálfur verður að standa
í alls konar öðrum málum, stjórnsýslu og innheimtu, svo
dómsmálastörfin hverfa. Ég vil geta þess hér, að ég kom
með þær tillögur á þingi héraðsdómara á síðast liðnu
hausti, að dómarastörfin vrðu að nokkru skilin frá störf-
um sýslumanns og skipaður sérstakur dómari fyrir nokk-
Lir lögsagnarumdæmi. T. d. mætti fara eftir kjördæma-
skipuninni að nokkru leyti. Hann hefði svo ákveðin þing-
höld í hverri sýslu og þá kæmi sýslumaður fram nánast
sem hinn opinberi ákærandi í þeim málum, sem þvrfti
að skjóta til þessa dómara. Einkamál, sem þessi dómari
tæki að sér, vrðu að vera það vel undirbúin, strax í fvrsta
jnnghaldi, að um frest yrði ekki að ræða, nema fram að
næsta þinghaldi, nema ef sérstaklega slæði á.
Tímcirit lögfræðinga
49