Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Page 62
B. Einkamál.
I. Skriflega í'lutt:
Flest af þessum málum eru þingfest og dómtekin sama
dag og ganga dómar í þeim venjulega næslu daga þar á
eftir.
II. Munnlega flutt:
Mest er hætta á drætti mála, sem eru „procederuÖ“ og
er það ýmislegt sem því veldur. Oft eru mál illa undirbúin
af hálfu lögmanns stefnanda og er ekki sjaldan, að hann
leggi aðeins fram stefnu við þingfestingu og taki síðan
sjálfur frest til greinargerðar og gagnaöflunar. Lögmenn
eru yfirleitt fúsir að veita fresti i málum sinum sitl á
hvað og freistast dómarinn oftast fyrir sitt leyti að reka
ekki eftir aðilum með málin vegna eigin anna við önnur
embættisstörf, sem út af fvrir sig eru fjölmörg og tima-
frek. Oft verður óhjákvæmilegur dráttur á málum frá því
að gagnasöfnun er lokið og þar til munnlegur málflutn-
ingur fer fram, sem stafar af því, að dómarinn á erfitt
með að samræma hentugleika sína og aðilanna og oftar
einnig meðdómendanna, en meðdómenda er þörf i flest-
um málum nú orðið.
Dómsmálin eru orðin mjög umfangsmikil við þetta em-
hætti, t. d. eru bæjarþingsmálin nú i ár orðin 92 að tölu.
Aætla ég, að þau verði vart færri en 130 í árslok. Auk
þess, sem lögmenn sjálfir eiga meginsök á drætti einka-
mála, stafar hann óneitanlega einnig af skorti embættis-
ins á löglærðum fulltrúum, sem lengst af hefur hafl að-
eins einn.
C. a. ...
b. Uppboð.
Hátturinn á meðferð uppboðsmála hér við embættið er
sá, að strax eftir móttöku sölubeiðna er skuldara tilkynnt
um uppboðskröfu og að auglýsing um nauðungarsölu
verði send til birtingar, ef krafan sé ekki greidd innan 8
daga. Að þeim tíma liðnum líður svo misjafnlega langur
tími þar til auglýsing er send til birtingar. Til hægðarauka
og límasparnaðar er sölubeiðnum safnað saman og þá
56
Tímarit lugfræðinga