Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Qupperneq 63
mörg uppboð auglýst sama dag. Langflestar sölubeiðnir
eru afturkallaðar án þess að til útgáfu auglýsingar komi.
Eftir að uppboð iiafa verið telcin fyrir í uppboðsrétti er
reynslan hér við embættið sú, að sölubeiðandi befur, oft
án afskipta uppboðsþola, frestað sjálfur sölu hvað eftir
annað. Hefur því verið hafður sá háttur á undanfarin
ár, að uppboðunum er frestað til ákveðins vikudags öllum
í einu og tekin fyrir eins og tíðkast með bæjarþingsmálin.
Uppboðsmálin eru timafrek fyrir uppboðshaldara, þvi oft
er hann milliliður milli uppboðsbeiðanda og uppboðsþola,
framsendir greiðslur upp i uppboðskröfu o. þ. h.
Ég tel, að sölubeiðnir sendar embættinu 1961—63, sem
ekki voru auglýstar, hafi verið sem næst 40 árið 1961, 50
árið 1962 og um 75 árið 1963.
c. Skipti.
Skipti á dánarbúum eru fá, enda er það algengast, að
einkaskipti fari fram. í mörgum tilfellum eru bú afhent
til einkaskipta, eftir að uppskrifl hefur farið fram.
í bréfi 23. seplemiær 1966 tekur bæjarfógeti þetta fram
til viðbótar:
A. Opinber mál.
. . . í flestum tilvikum var um að ræða áfengislaga- eða
umferðarlagabrot. Vissir dagar voru teknir í viku hverri
til réttarhalda í smærri málum, sem fyrirsjáanlegt var,
að ljúka mætti með sátt.
Engin sök fyrnist hér á þessum árum.
B. I. Einkamál (munnlega flutt).
Mest hætta er á drætti í þessum málaflokki.
Bæði er, að mál eru oft illa undirbúin frá lögmanna
hálfu og eins eru þau flest hér við emljættið þannig, að
meðdómara er þörf. Einnig er það skoðun mín, að ákvæði
191. gr. einkamálalaga, að dómur skal genginn i máli
áður en leyfður verði flutningur á öðru, sé frekar til að
draga afgreiðslu mála á langinn en bitt.
B. II. Einkamál (skriflega flutt).
A afgreiðslu þessara mála er yfirleitt enginn dráttur,
Timarit lugfræðinga
o/