Tímarit lögfræðinga - 01.01.1967, Blaðsíða 72
4) Athuga þarf möguleika á því, að meiri tækni sé notuð
við rekstur dómaraembætta en nú er.
5) Sjá verður um, að sjálfstæði liéraðsdómara verði auk-
ið, vinnuskilyrði bætt, fulltrúum og öðru starfsfólki
verði veitt viðunandi kjör og kleift gert, að sérfræði-
legrar aðstoðar sé völ, þar sem þarf.
Lögmannafélag íslands.
IJr bréfi Ágústs Fjeldsteds formanns Lögmannafélags
Islands, dags. 27. ágúst 1964:
1. Félagið lýsir þvi ábti að brýn nauðsyn sé á því að
flýta málsmeðferð mjög mikið frá því, sem nú er og lýsir
vfir fullum stuðningi sínum við embættislegar tilraunir til
að koma dómsmálameðferðinni i skjótvirkara borf.
2. Þorri mála er nú orðið rekinn bér í Reykjavík og
hlýtur hraði málarekstrar þar þvi að skipta höfuðmáli og
mun félagið þvi að sinni miða umsögn sína við hana.
3. Með gildandi löggjöf um einkamál var gert ráð fyrir
að málum yrði hraðað meira en áður var. Telur félagið
að út af fvrir sig þurfi ekki að breyta þeirri löggjöf til
þess, að fá greiðari úrlausnir mála.
Félagið telur veigamikla brevtingu á starfsháttum borg-
ardómaraembættisins vera mjög nauðsynlega og geta orð-
ið árangursrika til að flýta málum, en hún er sú að mál
verði þegar, er lögmenn aðilja hafa skilað greinargerð-
um sínum, fengið í hendur dómara eða dómarafulltrúa,
er þá þegar fái málið til persónulegrar fullnaðarmeðferðar
og stýri meðferð þess samkvæmt 110. gr. og 111. gr. einka-
málalaganna og gæti þess þá m. a. að óhæfur dráttur verði
ekki á einstökum þáttum málsmeðferðarinnar. Verði lög-
mönnum tilkynnt, hver með málið eigi að fara. Með því
móti verði felld niður hin vikulegu þinghöld, sem haldin
eru einungis til þess að veita fresti, athugunarlitið af hálfu
dómara.
4. Þess verður að vænta, að yfirborgardómari setji
ákveðnar reglur um nær mál skuli tekin til málflutnings
66
Tímarit lögfræðúiga