Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Síða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Síða 5
(faroar (fíótaóon: NOKKUR ViÐFANGSEFNI RÉTTARHEIMSPEKI (Erindi flutt á fundi Lögfræðingafélags íslands). I. Að því er við bezt vitum, hefur i öllum þjóðfélögum verið réttur, eða lög, eða réttarkerfi i einhverri mynd, hversu fáhrotinn sem rétturinn, eða lögin eða réttarkerfið hefur verið. Ekki er um að villast, að hér á landi og í öllum löndum, sem við til þekkjum, eru flókin réttar- kerfi, með öðrum orðum, við myndum segja, að það, sem við köllum lög eða rétt væri nú á tímum afar kerfis- hundið. Þctta kæmi skýrt fram í ])ví, að ef við vildum lýsa íslcnzkum rétti eða rétti cinhverra nágrannaþjóða okkar, myndum við draga upp mynd af flóknu kerfi laga- setningar, réttarheimilda, dómstóla o. s. frv. Þannig sjáum við gjarnan rétt einhvers ákveðins lands í mynd þeirri, sem við fáum af réttarkerfi landsins í heild. Við segjum, að Alþingi setji lög, ráðhcrrar og sveitarstjórnir setji reglugerðir, og dómstólar skeri úr ágreiningi um livað séu lög og hvenær lögunum hSfi verið fylgt 'og iivenær þau hafi verið hrotin og hvaða viðurlög liggi við því. Við nánari athugun á þessu, sem við köllum réttarkerfi, sjáum við að lögin setja fram skilyrði sem uppfylla þarf til þess að lög verði* sétt, þau segja livað takmarki fram- kvæmdavaldið, hvernig dómstólar skuli starfa, og síðast en ekki sízt er í réttarkerfinu sagt til um hvernig starfs- menn alls þessa kerfis, og starfandi lögfræðirigar, svo og almenningur allur sem áhuga hefur, geta leitað uppi og fundið lög landsins. Allt er þetta auðvitað geysilega flókið. Tímarit lögfræðinga 3

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.