Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Blaðsíða 16
var ekki heill á geðsmunum, haldinn einliverjum misskiln-
ingi eða beittur þvingunum. Og þegar við lítum á refsi-
réttinn, sjáum við, að þetta á sér hliðstæðu: ákveðið hugar-
ástand getur komið manni undan því að bera ábyrgð eða
sök á gerðum sínum.
Þegar við athugum gaumgæfilega þessar hliðstæður og
athugum huglægu skilyrðin, sem annars vegar ógilda og
hins vegar hafa ósakhæfi í för með sér, þá skiljum við
betur þessar frægu en ekki að sama skapi auðskildu kenn-
ingar um cðli og uppruna samninga. Lítum á kenning-
arnar, sem nefndar eru vilja-kenningin og traust-kenn-
ingin. Samkvæmt viljakenningunni skuldbindur tilboðs-
gjafi sig með tilboði sinu svo framarlega sem og svo langt
sem liann sjálfur vill skuldbinda sig, eða eins og Ólafur
Lárusson segir: „Sé þessi skýring rétt, verður það vilji
loforðsgjafans sem öllu ræður um það, hvort hann verður
skuklbundinn og hver skuldbinding hans verður“.4
Samkvæmt traust-kenningunni öðlast tilboðsmóttakand-
inn þann rétt, sem hann hafði góða ástæðu til að ætla að
tilboðsgjafi vildi veita honum, og þann rétt öðlast hann
án tillits til þess, livort tilboðsgjafinn í raun og veru vildi
veita honum þennan rétt. Samkvæmt traust-kenningunni
eru því orðin, sem notuð eru, tilboðið eins og það stendur,
aðalatriðið, og að orðin eigi að túlka á almennan skyn-
saman hátt og eitthvert hugarástand hafi hér ekkert að
segja.
Öllum hlýtur að vera ljóst, að báðar þessar kenningar
hafa töluvert til síns máls, og líka að þær ríghalda hvor
um sig í mikilvæg atriði, en gera hvor um sig of mikið úr
þeim. Það er öllum ljóst, að það er rétt sem traust-kenn-
ingin segir, að samningur er ekki gerður af vilja einum
saman, sko maður gerir ekki tilboð bara með því að vilja
eitthvað, heldur er samningur einmitt gerður með orðum:
tilboð er viss orð, og samþykki er líka viss orð og það er
með þessum orðum, sem samningur er gerður. En hitt er
líka jafnljóst, að einmitt vegna þess, að unnt er að gera
14
Tímarit lögfræðinga