Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1972, Page 29
Frá Lögfræðingafélagi Islands Lögfræðingafélag Islands hélt aðalfund sinn þann 20. desember s.l. I skýrslu formanns, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, kom fram, að starfsemi félagsins hafði verið með mosta móti á liðnu starfsári, því auk venju- leg'ra fræðslufunda, hélt félagið í fyrsta sinn endurmcnnt- unarnámskcið. Námskeið þetta, sem fjallaði um fasteignir, þótti takast með ágætum. Þátttakendur á námskeiðinu voru 75, en fyrirlesarar 12. I ráði cr að gefa fyrirlestrana út og hcfur þó nokkur undirbúningsvinna verið innt af hendi til þcss að svo megi verða og er í ráði, að bókaút- gáfan Hlaðbúð sjái um útgáfuna í samvinnu við félagið. Fræðslufundir voru samtals 5 á árinu og voru fyrir- lcsarar á þeim dr. Gunnar G. Schram, sem ræddi um land- helgina í ljósi þjóðaréttar, Þórir Bergsson, tryggingafræð- ingur, scm ræddi um ákvörðun bóta fyrir lífs- og likams- tjón, dr. Þórður Eyjólfsson, fyrrverandi hæstaréttardóm- ari, sem ræddi um höfundarétt, Garðar Gislason, lögfræð- ingur, sem ræddi um nokkur viðfangsefni réttarheim- speki, og prófessor Þór Vilhjálmsson, cn erindi hans fjall- aði um rekstur cinkamála. Á fundinum fór fram stjórnarkjör. Formaður var kjör- inn Þór Vilhjálmsson, prófessor, í stað Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, alþingismanns, sem haðst undan endur- kjöri. Þorvaldur hefur verið formaður félagsins í G ár, og voru honum á fundinum færðar þakkir fyrir góð störf 1 þágu félagsins. Varaformaður var kjörinn Jónatan Þómiundsson, pró- fessor, en aðrir í stjórn Sigurður Hafstein, héraðsdóms- lögmaður, sem gegnir störfum gjaldkera, Hrafn Braga- son, lögfræðingur, sem gegnir störfum ritara, Stefán Már Stefánsson, borgardómari, Friðrik Ölafsson, stjórnarráðs- fulltrúi, og Knútur Bruun, héraðsdómslögmaður. Tímarit lögfræðinga 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.