Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 12
sundurgreiningu alkóhóla má sjá á mynd 1. Tækið sjálft (gasgreinir- inn) er sýnt á mynd 2. Við ákvarðanir eru 100 míkról samanburðarlausnar (vatnslausn) með þekktu magni etanóls (0,6%, 1,2%0 og 3%0) þynntir með 1,00 ml af n-própanóllausn í vatni (0,4%o), en própanól er notað til viðmiðunar við útreikning á magni etanóls. Própanól er í sömu þéttni (koncen- tration) við allar mælingar og fæst þá föst (konstant) viðmiðunartala, sem er reikningsstuðull við útreikning á því magni etanóls, er ákvarða skal hverju sinni. Einum míkról af blöndunni er því næst sprautað inn í súluna. Ritinn ritar þá toppa fyrir etanól og n-própanól, sem síðan eru mældir og hlutfallið milli þeirra reiknað út (sjá á eftir). Jafnan eru gerðar þrjár sjálfstæðar mælingar á hverri samanburðarlausn einu sinni á dag eða oftar. Eitt hundrað míkról af sýni (blóð eða aðrar lausn- ir) eru meðhöndlaðar á sama hátt og gerðar minnst tvær sjálfstæðar mælingar á hverju sýni. *> hæð etanóltopps Hlutfallið----------------------------------= R hæð n-própanóltopps er lágt til grundvallar við útreikninga á magni eða þéttni etanóls í sýn- um. Niðurstöðutölur tilrauna sýna, að línulegt samband er milli hlut- fallsins R og þéttni etanóls í lausnum, er innihalda 0,30 — 3,30%0 og fylgnin er meiri en 0,999 (korrelation koefficent 0,999). Línan liggur þó ekki gegnum núllpunkt, þar eð lítið brot af sýninu glatast á leið- *) Própanól er í svo litlu magni í blóði eftir neyslu ófengra drykkja, að skekkjur í útreikningi af þeim sökum eru ekki umtalsverðar. Höfundar greinarinnar: Jóhannes F. Skaftason (f. 1941) og Þorkell Jó- hannesson (f. 1929). Jóhannes tók kandidatspróf í lyfjafræði lyfsala í Kaupmannahöfn 1966 og hefur verið lektor við læknadeild H.i. frá 1971. Þorkell lauk læknaprófi f Árósum 1957, og varð dr. med. í Kaupmanna- höfn 1967. Sama ár var hann settur prófessor í lyfjafræði lækna við H.i. og skipaður ári síðar. Þorkell er for- stöðumaður Rannsóknastofu í lyfja- fræði við háskólann, þar sem Jóhann- es F. Skaftason starfar einnig. (Ljósm.: Brynjólfur Helgason) 6

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.