Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Side 13
MYND 1. Gasgreining þriggja mismunandi alkóhólsýna:
A B
A. Johnnie Walker, Red Label, Old B. íslenskur „landi“ (70%v/v). Sýni
Scotch Whisky. þetta gerðu lögregluyfirvöld upp-
tækt árið 1972.
c
C. Sterk sprittlausn (Spiritus fortis)
frá Á.T.V.R.
Svo var til stillt, að magn etanóls í
hverju sýni, er sprautað var í tækið (sjá
mynd 2), væri nokkurn veginn jafnmikið
í öllum tilvikum.
Fyrsti toppur í hverri greiningu, er rit-
inn ritar yst til vinstri, svarar til vatns í
sýnunum, % mín. síðar kemur metanól
(vantar í B). Eftir 1 mín. kemur toppur,
er svarar til acetaldehýðs. Fáeinum sek.
síðar rís mikil súla, er svarar til etanóls.
Eftir 4V2 mín. sjást toppar fyrir n-própan-
ól í A og B og enn fremur fyrir sekúnd-
ert bútanól á 9. mín. og á 10. mín. fyrir
ísóbútanól. Toppur fyrir sekúndert bút-
anól lítur út eins og hak vinstra megin í
toppnum fyrir ísóbútanól. Þá rís toppur
eftir liðlega 26 mín. í A og B, er svarar
til ísóamýlalkóhóls.
7