Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 26
því að málsaðilar hafa ekki skilyrðislausan rétt til að skjóta málum til
Hæstaréttar, heldur er það rétturinn sjálfur, sem ákveður, hvaða mál
hann tekur til meðferðar. Af um það bil 2000 umsóknum árlega veitir
hann áfrýjunarleyfi í um það bil 200 málum. Áfrýjunarleyfi til Hæsta-
réttar kallast á bandarísku lagamáli „Writ of Certiorari". Slíkt áfrýj-
unarleyfi er yfirleitt ekki veitt nema úrslit máls hafi mikla þýðingu
fyrir almenning, eða mál snúist um túlkun á stjórnarskrárákvæði. Fjár-
hæð máls skiptir hins vegar engu máli við veitingu áfrýjunarleyfis, ef
mál er ekki svo vaxið, sem ég hefi nú lýst. Þegar ég heimsótti Hæsta-
rétt Bandaríkjanna, var kveðinn upp dómur í máli út af $ 57.00, en úr-
lausnarefnið hafði almennt gildli, þar sem deilt var um launajafnrétti
kynjanna.
Málaflokkar þeir, sem heyra undir alríkisdómstólana, verða ekki tæm-
andi taldir hér, enda getur það stundum verið geysi-flókið lögfræðilegt
álitamál, hvort höfða beri mál fyrir alríkisdómstól eða ríkisrétti. En
segja má, að aðalmálaflokkarnir, sem heyra undir alríkisdómstólana,
séu þessir:
1. Mál þar sem Bandaríkin sjálf eru aðili.
2. Mál á milli ríkja, ríkis og einstaklings eða félags í öðru ríki, svo
og mál milli félaga og einstaklinga, er búsetu eiga sitt í hvoru ríki,
enda sé ágreiningsefnið a.m.k. 10.000 dollara virði.
3. Mál út af höfundarrétti, vörumei'kjum, firmum, einkaleyfum og
mynstrum.
4. Mál þar sem sendimenn erlendra ríkj a eiga í hlut.
5. Mál þar sem útlendingar eða erlend ríki eru aðiljar.
6. Mál um löggjöfina um hringamyndun.
7. Mál þar sem reynir á túlkun bandarísku stjórnarskrárinnar, milli-
ríkjasamninga og mál varðandi lög og siglingar.
I hinum einstöku ríkjum eru einnig þrjú dómstig, eins og í alríkis-
kerfinu.
Lægsta dómstigið er nefnt „Court of Common Pleas“ eða „Municipal
Court“. Þessum dómstóli má líkja við bæjarþingið hjá okkur. Síðan
koma áfrýjunardómstólar, „Appellate Courts“ og að endingu Hæsti-
réttur ríkisins, „The Supreme Court of the State“.
Dómarar eru í flestum ríkjunum kosnir í almennum kosningum til 4
eða 6 ára í senn, en það mun vera breytilegt eftir ríkjum. Slík kosning
dómara og annarra háttsettra embættismanna er gömul lýðræðishefð
og þykir sjálfsögð í ríkjum Bandaríkjanna, þótt það kæmi fram í sam-
tölum mínum við dómarana, að þeir sáröfunda okkur af lífstíðarskipun-
20