Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Side 31
af þessum 80 málum ? Því að hvað er dómur ? Er það íþrótt fræðimanna eða sanngjörn efnislausn á þrætu málsaðilja? Það er fleira, sem gert hefir verið í Bandaríkjunum til að hraða af- greiðslu einkamál en „Small Claim“-aðferðin. Árið 1971 voru sett lög í Pennsylvaníu um gerðardómsmeðferð einkamála (Arbitation). Sam- kvæmt þeim lögum ber að leggja öll einkamál, sem ekki sæta „Small Claim“ meðferð, fyrir gerðardóm, enda sé málið ekki meiri háttar mál (Major Case), og kröfufjárhæðin 10 þús. dollarar eða lægri. Gerð- ardómar þessir eru skipaðir þremur starfandi lögmönnum, sem bjóða sig fram til þessarar þjónustu. Margir gerast sjálfboðaliðar, enda er mikill fjöldi gerðardóma starfandi. Nöfn 8 sjálfboðaliða eru síðan dreg- in út til að dæma hvert mál. Útdrátturinn fer fram í tölvu, og er for- maðurinn dreginn sérstaklega. Gerðardómui'inn á að taka til starfa í fyrsta lági 30 dögum eftir skipun og í síðasta lagi 60 dögum. Meðferðin fyrir gerðardóminn er mjög frjálsleg. Aðiljar koma fyrir dóminn (yfirleittt með lögmönnum) og gefa skýrslu. Vitni eru leidd og jafnvel sérfræðingar, til álitsgjafar, en framburðir eru ekki ritaðir niður, gerðardómsmenn punkta aðeins hjá sér það allra helsta. Síðan fer ef til vill fram örstuttur málflutningur og svo er málið lagt í gerð. Ég var viðstaddur einn slíkan gerðardómsfund, og kynntist því náið, hvernig gerðardómsmennirnir vinna, eftir að þeir dómtaka mál. Það var í skaðabótamáli. Hver og einn gerðardómsmaður kom fram með sínar hugmyndir um lausn málsins. Allir stungu upp á fullri bóta- skyldu. Hins vegar greindi þá í fyrstu á um fjártjónið, en náðu svo málamiðlun um það. Síðan fundu þeir út miskann með því að marg- falda fjárhagsléga tjónið með þremur. Var mér tjáð, að það væri hin algenga viðmiðunarregla í Bandaríkjunum við ákvörðun miskabóta. Þegar tölurnar voru fundnar, ritaði formaður dómsins þær á eyðu- blað án alls rökstuðnings. Síðan rituðu allir gerðardómsmenn undir og stimpluðu og þar með búið. Ef aðiljar eru óánægðir með niðurstöð- una geta þeir áfrýjað til „Court of Common Pleas“ innan mánaðar. Ella er gerðardómurinn aðfararhæfur. Yfirborgardómarinn í Fíladelfíu tjáði mér, að þetta fyrirkomulag hefði gefið mjög góða raun. Meðan ég dvaldist vestan hafs, var ég alloft viðstaddur sáttatilraun- ir dómara með lögmönnum. Sáttatilraunirnar áttu sér yfirleitt stað fyrir hádegi í skrifstofum dómaranna. Fóru þær þannig fram, að dóm- ararnir kvöddu lögmenn fyrir sig og báðu lögmenn sóknaraðilja að lýsa málavöxtum, því að dómarar eru ekki búnir að kynna sér málin fyrirfram. Síðan gáfu dómararnir lögmanni varnaraðilja tækifæri til að gera athugasemdir við málavaxtalýsingu lögmanns stefnda. Eftir 25

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.