Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 35
Stjórn Lögmannafélags íslands 1974-5, frá vinstri: Ragnar Aðalsteinsson hrl., Sveinn H. Valdimarsson hrl., Páll S. Pálsson hrl. (formaður), Skúli Pálsson hrl. og Guðjón Steingrímsson hrl. (Ljósm.: Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirs- sonar s/f). Sveinn Snorrason hrl. gerði grein fyrir drögum að samþykktum fyrirhugaðs ábyrgðarsjóðs lögmanna, sem dreift hafði verið á fundinum. Samþykkt var að fresta frekari umræðum um þetta málefni til framhaldsaðalfundar og taka mál- ið þar til rækilegrar meðferðar. Þá var gerð breyting á „Codex ethicus", sem varðaði fasteignasölu lög- manna, þannig: „Við 15. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Lögmanni, sem ber ábyrgð á samningsgerð og öðrum skyldum samkvæmt lögum um fasteignasölu, er rétt og skylt að láta nafns síns getið á skjölum og í auglýsingum þeirrar fasteignasölu sem rekin er á ábyrgð hans, enda er honum óheimilt að reka fasteignasölu utan þess staðar, þar sem hann hefir starfs- stofu.“ Samþykkt var að hækka félagsgjaldið í kr. 15.000.—. Að kvöldi aðalfundardags var árshátíð félagsins haldin, eins og venja hefir verið, og fór hún hið besta fram. Framhaldsaðalfundur L.M.F.Í. var síðan haldinn föstudaginn 20. júní í Þing- holti, og var dagskrárefnið „Ábyrgðarsjóður lögmanna". Framsögumaður var Sveinn Snorrason hrl. Greindi hann frá frumdrögum nefndar að reglum fyrir sjóðinn, sem sniðnar væru eftir samskonar reglum á hinum Norðurlöndun- Framhald á bls. 30 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.