Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 40
Ávíð 02 dreif HAFRÉTTARRÁÐSTEFNA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Þriðji þáttur Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fór fram í Genf dag- ana 17. mars — 9. maí 1975. Fyrir ráðstefnunni lágu þeir valkostir, sem geng- ið var frá á Caracas-fundum ráðstefnunnar sumarið 1974, varðandi hin ýmsu atriði hafréttarmála. Störfin fóru þannig fram, að stofnað var til ýmiss konar starfshópa, sem tóku til meðferðar tiltekin atriði, en jafnframt var formönnum aðalnefndanna þriggja falið að ganga frá frumvarpi að heildartexta hafréttar- sáttmála í Ijósi þeirra viðræðna, sem fram fóru. Slíkt heildarfrumvarp var til- búið á siðasta degi fundanna hinn 9. maí 1975, og var því dreift til sendinefnda þegar Genfar-fundinum hafði verið slitið. Jafnframt var ákveðið, að fjórði þátt- ur ráðstefnunnar skyldi fram fara í New York dagana 29. mars — 14. maí 1976. Þangað til munu verða haldnir ýmsir fundir starfshópa. M.a. mun Evensen- nefndin halda fundi í Genf í ágúst/september og f New York í nóvember. Frumvarpið að hafréttarsáttmála er f þrem köflum. Fyrsti kafli er um alþjóða hafsbotnssvæðið, annar kafli um lögsögu ríkja og fiskveiðar utan þeirra og þriðji kafli um mengun og vísindalegar rannsóknir. i fyrsta kaflanum eru regl- ur um hagnýtingu auðlinda hafsbotnsins utan lögsögu ríkja. Er þar gert ráð fyrir valdamikilli alþjóðahafsbotnsstofnun, sem sjá á um rannsóknir og hag- nýtingu, annað hvort sjálf eða með samningum við einstök ríki eða fyrirtæki. Eru þar enn ýmis ágreiningsatriði. Annar kaflinn fjallar um lögsögu ríkja, og er þar gert ráð fyrir allt að tólf mílna landhelgi frá grunnlínum og ákvæði sett um beinar grunnlínur þar sem við á. Miðað er við, að yfirráðaréttur ríkisins nái til alls landgrunnsins, einnig utan 200 mílna, en á svæðinu utan 200 mílna komi arðskipting til hags fyrir alþjóðahafsbotnsstofnunina (69. gr.). Um það atriði eru enn miklar deilur. Þá eru ákvæði um allt að 200 mílna efnahagslögsögu (46. gr.), og segir þar, að strandríkið ákveði sjálft leyfilegan hámarksafla fiskistofna á svæðinu (50 gr.) svo og möguleika sína til að hagnýta hann (51. gr.), en gert er ráð fyrir, að önnur ríki fái með sérstökum samningum og skilyrðum aðgang að því magni, sem strandríkið getur ekki eða vill ekki hagnýta sjálft. Af íslands hálfu hefur frá upphafi verið lögð höfuðáherzla á, að ákvörðun í þessu efni verði að vera í höndum strandríkisins sjálfs. Hefur sú barátta verið háð á almennum fund- um, á vettvangi strandríkjahópsins svonefnda, í Evensen-nefndinni og sam- ráð verið haft við „77 ríkja hópinn". Verður að telja, að mikið hafi áunnist, þar sem þessi sjónarmið eru nú komin inn í textann. Þá eru og ákvæði um frjálsa umferð um sund, sem enn er mikið ágreiningsatriði, um eyjar, sem enn valda miklum ágreiningi að því er varðar sérstaka efnahagslögsögu fyrir 34

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.