Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 41
þær, og ákvæði um verndun fiskistofna utan lögsögunnar og hagnýtingu þeirra. I því sambandi verður að hafa það í huga, að áhersla hefur verið lögð á að ná samkomulagi án atkvæðagreiðslu til þess að fá traustan grundvöll, því að ella er hætt við, að þau ríki, sem æt!að er að binda, muni ekki gerast aðilar að væntanlegum samningi. Nægir þá ekki að taka stöðu með þeim, sem ýtrastar kröfur gera, heldur verður að finna samnefnara. Við það hafa störf Evensen-nefndarinnar miðast, og hefur sú aðferð verið studd af Islands hálfu. Telja verður, að miklum áfanga hafi verið náð á fundunum í Genf, þar sem nú liggur fyrir frumvarp að heildartexta. Á næstu fundum ráðstefnunnar í New York verður þetta frumvarp tekið til nánari meðferðar, og má þá búast við því, að þar geti orðið mikil átök um ýmsar greinar frumvarpsins. Getur svo farið, að nauðsynlegt verði að hafa enn einn fund ráðstefnunnar, áður en end- anlegi fundurinn yrði haldinn í Caracas. Hans G. Andersen. NÝ LÖG UM FÓSTUREYÐINGAR O. FL. Nýlega voru sett ný lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Þessi lög nr. 25/1975 leysa af hólmi I. nr. 38/1935 um leiðbeiningar fyrir konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyðingar og I. nr. 16/1938 um að heimila í viðeig- andi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma eiga í veg fyrir, að það auki kyn sitt. Forsaga þessarar lagasetningar er sú, að í mars 1970 skipaði þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, nefnd til þess að endurskoða I. nr. 38/1935 og I. nr. 16/1938. Nefndina skipuðu: Pétur H. J. Jakobsson prófessor, sem nú er látinn, og var hann formaður nefndarinnar, Guðrún Erlendsdóttir hrl., Tómas Helgason prófessor og Vilborg Harðardótt- ir blaðamaður. Ritari nefndarinnar var Svava Stefánsdóttir félagsráðgjafi. Nefnd þessi skilaði áliti, greinargerð og frumvarpi til nýrra laga um þetta efni sbr. fréttagrein Guðrúnar Erlendsdóttur í 4. hefti Tímarits lögfræðinga 1973. Frumvarp nefndarinnar skiptist í fjóra kafla. Fjallaði fyrsti kaflinn um ráðgjöf og fræðslu, annar kaflinn um fóstureyðingar, þriðji kaflinn um ófrjósemis- aðgerðir og sá fjórði um almenn ákvæði. Hefur þessi sama kaflaskipting hald- ist í nýju lögunum. Hinn 19. nóvember 1973 fylgdi þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Magnús Kjartansson, frumvarpi þessu úr hlaði á Alþingi. Að lokinni fyrstu umræðu var því vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar. Nefndin skilaði ekki áliti og frumvarpið kom aldrei til annarrar umræðu. Frumvarpið olli miklum deilum bæði utan þings og innan, sem ekki er undarlegt, þegar litið er til þess, hverskonar löggjöf hér um ræðir. Einkum var deilt um 9. gr. frumvarpsins, en þar var lagt til, að fóstureyðing yrði heimiluð að ósk konu, væri hún búsett hérlendis eða ætti hún íslenskt ríkisfang, væri aðgerðin fram- kvæmd fyrir 12. viku meðgöngu og ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn slíkri aðgerð. Þar sem samstaða náðist ekki um frumvarpið, skipaði heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðrerra, Matthías Bjarnason, í nóvember 1974 nefnd til þess að 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.