Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Side 43
prófessor Þór Vilhjálmsson og regeringsrádet Ragnar Meinander, en hann
var einn helsti hvatamaður þess, að ráðstefnan var haldin.
Fyrsta dag þingsins var rætt um alþjóðlegan höfundarétt og helstu alþjóða-
sáttmála, sem gildandi eru á þessu sviði, þ.e. Bernarsáttmálann til verndar
bókmenntum og listaverkum svo og Alþjóðasáttmálann um höfundarrétt (Uni-
versal Copyright Convention). Framsögumenn þennan dag voru aðalforstjóri
WIPO (World Intellectual Property Organization) Arpad Bogseh, ungfrú Bar-
bara Ringer, Registrar of Copyright, Bandaríkjunum, og E. P. Gavrilov frá hinni
sovésku höfundaréttastofnun VAAP. í þessum ræðum vöktu einkum athygli
manna upplýsingar sovéska framsögumannsins um hina nýju löggjöf sovét-
manna á þessu sviði. Var svo að heyra, að rússar stefni nú hröðum skrefum í
átt til einstaklingsbundins höfundaréttar, enda gerðust þeir aðilar að Al-
þjóðasáttmálanum um höfundarétt á sl. ári eins og kunnugt er. Höfundarlög-
gjöf þeirra er þó enn sem komið er mun ófullkomnari en víðast hvar í Vest-
ur-Evrópu. Þannig greiða þeir ekki höfundalaun fyrir flutning tónlistar og
bókmenntaverka í útvarpi og sjónvarpi og verk höfunda má flytja án leyfis
þeirra hverju sinni (,,tvangslicens“). Hins vegar greiða sovétmenn höfunda-
iaun fyrir birtingu og flutning verka utan útvarps, og virðast upphæðir höf-
undalauna vera svipaðar og gerist og gengur á Vesturlöndum. Þannig er
greitt frá 2—5% af seldum aðgangseyri eða samanlögðum launum flytjenda
fyrir flutning tónlistar á tónleikum og tónlistarskemmtunum, og er það ekki
ósvipað gjald og innheimt er hér á landi. í þessu sambandi er rétt að geta
þess, að hin sovéska höfundaréttarstofnun VAAP hefur þegar gert samninga
við erlend höfundaréttarfélög, þ. á m. hið íslenska STEF, um gagnkvæma
höfundaréttargæslu.
Því er hin sovéska nýstefna í höfundaréttarmálum gerð að sérstöku um-
ræðuefni hér, en einmitt í sama mund og rússar, að fenginni reynslu, hneigj-
ast æ meir til einstaklingsbundins réttar á þessu sviði, hafa risið upp tveir
ráðherrar sósíaldemókrata á Norðurlöndum, sem ýjað hafa að því, að höf-
undarrétturinn væri úreltur og hann bæri að afnema að einhverju eða öllu leyti,
eins og síðar verður vikið að.
Síðari hluta hins fyrsta fundardags var rætt um „neighbouring rights" sátt-
málana og þá fyrst og fremst Rómarsáttmálann frá 1961 um vernd listflytj-
enda, hljómplötuframleiðenda og útvarpsstofnana. Framsögumenn um þetta
efni voru jur. kand. Jukka Liedes frá Finnlandi, Ejnar Jensen, fjármálastjóri
danska útvarpsins,, Rolf Rembe, framkvæmdastjóri sænsku rithöfundasam-
takanna og Birger Stuevold-Lassen dósent, Noregi. Fram kom, að 16 ríki
hafa þegar fullgilt Rómarsáttmálann, þ. á m. Danmörk og Svíþjóð. Sérstaka
athygli vöktu þær upplýsingar Stuevold-Lassens, að allar líkur væru á, að
Noregur mundi fullgilda sáttmálann á þessu ári. Þótti þetta nokkrum tíðind-
um sæta, þar sem Norðmenn hafa fram að þessu farið sínar eigin leiðir í
þessu efni og hallast að svonefndri „kollektívri-lausn frekar en einstaklings-
bundnum rétti listflytjenda og hljómplötuframleiðenda, sem Rómarsáttmálinn
hefur að leiðarljósi. island, sem var eitt þeirra landa, er undirrituðu Rómar-
sáttmálann, hefur enn eigi fullgilt hann, þótt hin nýju íslensku höfundalög
fullnægi öllum skilyrðum fyrir því, að svo megi verða.
Á öSrum degi ráðstefnunnar, sem var tiltölulega rólegur dagur, var rætt um
höfundaréttinn og tæknina („Upphovsrátten och den tekniska explosionen'1).
37