Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 10
VAGN E. JÓNSSON Vagn Egill Jónsson, hæstaréttarlögmaður, lést hinn 5. apríl sl., 61 árs að aldri. Kom and- lát hans mjög á óvart, því að hann hafði verið í fullu starfi fram til hins síðasta. Hann var fædd- ur í Kaupmannahöfn hinn 5. júlí 1914, yngri son- ur hjónanna Magnúsar Jónssonar prófessors, og Harriet Edith Isabel, fæddrar Bonnesen, dóttur Gottlieb Heinrich L. Bonnesen, stórkaupmanns í Kaupmannahöfn. Eldri sonur þeirra hjóna var Ulf Skúli Jón, lögfræðingur, er lézt 1974. Föðurforeldrar Vagns voru Jón bóndi á Úlf- Ijótsvatni í Grafningi Þórðarson, bónda þar Gíslasonar, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir, prests Jónssonar Nordahls, en hún var systir Skúla, er var sýslumaður í Dalasýslu og víðar. Magnús Jónsson var kunnur maður á sinni tíð, þæði hérlendis og í Danmörku, og hófst til æðstu metorða. Hann lauk bæði lögfræði- og hagfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla, stundaði laga- kennslu, málflutning og fleiri störf í Kaupmannahöfn; var ritari dönsku sam- bandslaganefndarinnar 1918; prófessor við lagadeild Háskóla íslands um skeið og fjármálaráðherra í ráðuneyti Sigurðar Eggerz. Hann rak búskap á eignarjörð sinni Úlfljótsvatni síðustu æviárin. Vagn fluttist með foreldrum sínum til Islands á 7. aldursári. Hann stund- aði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi vorið 1934, innritaðist í lagadeild Háskóla íslands s. á. og lauk lögfræðiprófi vorið 1939. Þá um haustið réðist hann fulltrúi á málaflutningsskrifstofu Garðars Þorsteins- sonar, hæstaréttarlögmanns. Eftir lát Garðars vorið 1947 varð Vagn eigandi málflutningsskrifstofunnar og rak hana til dauðadags, lengst af á sama stað, að Austurstræti 9. Lengi framan af var Vagn einn um rekstur skrifstofunnar, en frá 1960—68 í samstafi við þann, er minningarorð þessi ritar, og eftir það og til skamms tíma í tengslum við Hauk Jónsson, hrl. Fljótlega eftir að Vagn hóf rekstur málflutningsskrifstofu sinnar tók hann að fást við fasteignasölu. Smám saman jukust umsvif á því sviði, en mál- flutningsstörf og önnur lögfraéðistörf drógust saman. Úr því að Vagn hneigð- ist fremur að fasteignasölu en almennum lögfræðistörfum, var þetta eðlileg þróun og óhjákvæmileg, því að á einskis manns færi er að rækja þessi tvenns konar störf jöfnum höndum, þannig að þáðum verði gerð viðhlítandi skil. Þessi staðreynd mun fáum hafa verið Ijósari en honum, er þekkti hvoru- tveggja starfið til hlítar. Vagn dró enga dul á, að honum féll betur að fást við fasteignasölu en málflutnings- og innheimtustörf. En honum var það jafnframt nokkurt kapps- mál, að skrifstofa sín gæti látið í té sem fjölþættasta þjónustu á sviði prakt-

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.