Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 19
fyrir barnið til að vaxa upp og þroskast, svo að það verði með tíman- um fullþroska einstaklingur til gagns fyrir þjóðfélagið. Helstu hagsmunasvið barna. Sérstakur talsmaður fyrir börn. Áhugi á barnaréttindum hefur að mestu orðið til vegna þeirra vandamála, sem oft koma upp þegar ákvarða þarf forræði barna vegna skilnaðar foreldranna, vegna afbrota barna og unglinga, vanrækslu á börnum, svo og vegna vandamála óskilgetinna barna. Það er eink- um til að leysa þessi vandamál, sem reynt hefur verið að móta ákveðna stefnu. Ef til vill getum við best séð, hve langt við erum komin í því að viðurkenna barnaréttindi og hve langt við eigum í land, með því að telja upp helstu atriði, sem enn á eftir að bæta úr á þeim sviðum vel- ferðarmála barna, sem við höfum lengst haft áhuga á. Sé fyrst litið á ættleiðingu sést á starfsemi barnaverndarnefnda og annarra yfirvalda, að nokkuð er á reiki, hvort hagsmunir foreldrisins eða barnsins eru taldir mestu skipta, og hvað talið er barni fyrir bestu. Ef það væri öruggt, að þörfum og réttindum barnsins væri best borgið með því að virða rétt kynforeldrisins, væri vandamálið lítið. Þegar barni er komið í fóstur, getur það verið afar áhættusamt fyrir barnið. Oft á fóstur aðeins að standa stuttan tíma, en reyndin verður oft önnur. Stundum dveljast börn lengi á fósturheimilum. Þau flytjast oft milli fósturheimila, þannig að ekkert tilfinningasamband myndast milli barnsins og fullorðinna, og ekki er unnið að því að viðhalda sam- bandi barnsins og kynforeldra. Það verður því á kostnað barnsins, ef bíða á eftir ákvörðunum foreldra í hið óendanlega, foreldra, sem annað- hvort geta ekki eða vilja ekki taka við foreldrahlutverki sínu. Spurn- irigin, sem hvorki barnaverndaryfirvöld né dómstólar hafa getað svarað, er þessi: Eftir hvaða mælikvarða á að ákvarða, að nú sé búið að reyna nægilega mikið, og að nú eigi barnið rétt á endanlegu heimili ? Forræði og umgengnisréttur snerta sérstaklega börn skilinna for- eldra. Helsta vandamálið í forræðismálum, þegar báðir foreldrar eru jafnhæfir, er að réttur foreldranna til að fá forræðið á að vera jafn. Hann er það lagalega séð, en ekki í reynd, því að langalgengast er hér, að móðir fái forræði barna.14) Meira vandamál er að kveða á um það, hvað barni er fyrir bestu, þégar um er að ræða þriðja aðila, ættingja, barnaverndarnefnd eða einhvern annan, sem í raun fer með forræðið. Þegar foreldrar koma sér saman um forræði barna, er engin trygging 14) Sjá 47. gr. laga nr. 60/1972 og Ármann Snævarr: Barnaréttur, bls. 146—154. 13

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.