Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 42
André Gros (67) Frakkland 1982 Hardy Cross Dillard (73) Bandaríkin 1979 Louis Ignacio-Pinto (72) Benfn 1979 Federico de Castro (72) Spánn 1979 Platon D. Morozov (69) Sovétríkin 1979 E. Jiménez Aréchaga (57) Uruguay 1979 Humphrey Waldock(71) Bretland 1982 Nagendra Singh (61) Indland 1982 José Maria Ruda (51) Argentína 1982 Hermann Mosler (63) V-Þýskaland 1985 Taslim OlawaleElias (61) Nígería 1985 Salah El Dine Tarazi (58) Sýrland 1985 Shigeru Oda(51) Japan 1985 Þess má að lokum geta, að meðalaldur hinna fimm nýkjömu dómara er rúmlega 581/2 ár, en núverandi dómara allra tæplega 64 ár. Ólafur Egilsson. AMNESTY INTERNATIONAL Aðalfundur íslandsdeildar Amnesty International var haldinn að Hótel Esju 2. desember sl., og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn hófst á ávarpi herra Sigurbjöms Einarssonar biskups, sem er félagi í samtökunum, en var sérstaklega beðinn að ávarpa fundinn. Var mjög góður rómur gerður að ræðu hans. Þá flutti formaður samtakanna, Björn Þ. Guðmundsson, skýrslu stjómar. Kom þar fram, að hið fyrsta starfsár hafði verið býsna atburðaríkt, en starf- semin þó mótast af ýmsum byrjunarörðugleikum svo sem varðandi húsnæði, skrifstofubúnað, fjármál og skipulagsmál. Frá stofnfundi, 14. september 1974, hélt stjórnin 17 bókaða fundi og allmarga óformlega. Þrír almennir félags- fundir voru haldnir á starfsárinu, 9. desember 1974, 15. maí 1975 og 12. október s. á. Erfiðasta verkefni stjómarinnar var að koma á virku hópstarfi, sem er undirstaða starfsemi allra landsdeilda heildarsamtakanna. Fjórir hópar hófu fyrst starf, en var fljótlega fækkað í tvo. Tóku Gísli J. Ástþórs- son og Anna Atladóttir að sér forustuna í öðrum hópnum, en Ingi Karl Jóhann- esson og síðar Jóna Lísa Þorsteinsdóttir í hinum. Komst starfið smám sam- an ífastar skorður. Islandsdeildin hefur skrifstofu að Hafnarstræti 11 og er hún opin reglu- lega á mánudögum milli kl. 5 og 7. Geta menn þá komið, t.d. til að afla sér gagna og upplýsinga. Ella geta félagar fengið þar aðgang með því að hafa samband við einhvern stjómarmanna. Síminn á skrifstofunni er 11200. íslandsdeildin fær verkefni frá aðalstöðvunum í London, og eru þau aðal- lega þrenns konar: 1. Verkefni fyrir starfshópa (group-action). 2. tilmæli um 36

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.