Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 16
að tryggja sérhverjum einstaklingi gott líf og ala upp vel hæfa borg- ara fyrir f ramtíðina.2) Krafa foreldris til forræðis yfir barni sínu og til að ráða uppeldi þess, takmarkast því að miklu leyti við þessa þjóðfélagslegu hags- muni. Því hefur réttilega verið haldið fram, að gott foreldri vissi, hvað börnum þess væri fyrir beztu. En þegar sannað þykir, að foreldrarnir séu óhæfir til að annast börnin, hefur ríkið komið í stað foreldranna og tekið við hlutverki þeirra. Réttarkerfi fyrir börn hefur verið grund- vallað á þessari kenningu. Til forna var ríkið hikandi við að skipta sér að fjölskyldulífi.3) Á miðöldum mótuðust skoðanir manna um afskipti ríkisins af málefnum fjölskyldunnar á kenningunni um allsherjarforsjón ríkisins (Parens patriae). Kennirigin um parens patriae kom upphaflega fram í Eng- landi, þar sem konungurinn tók að sér hlutverk verndara allra barna. Talið var, að á honum hvíldi skylda til að hafa eftirlit með velferð barna í ríki sínu, barna, sem vegna veikleika síns gætu verið misnot- uð, vanrækt eða yfirgefin af foreldrum sínum. Þegar þannig stóð á, gat konungurinn látið málið til sín taka og séð barninu fyrir umönnun og vernd. Grundvallarsjónarmiðið var, að hagsmunir ríkisins og vel- ferð barnsins falli saman. Þess vegna var litið svo á, að ríkið mundi vinna af samviskusemi í þágu barnsins og ala það vel upp.4) Þessari kenningu um hið góðviljaða vald ríkisins gagnvart börn- um er að ýmsu leyti áfátt. Þeir aðilar, sem sérstaklega bera mál barna fyrir brjósti, og hafa komist að þeirri niðurstöðu, að það verði að veita börnum þau réttindi, sem þau eiga kröfu til samkvæmt stjórn- arskránni. Að vísu verður slík viðurkenning á stjórnarskrárlegum réttindum barna að vera með sérstökum hætti. Það er vegna þess, að börn eru enn að læra og hafa ekki enn öðlast fullan þroska. Þess vegna geta viásar takmarkanir á réttindum þeirra átt fullan rétt á sér, o'g ætti ekki að líta á slíkar takmarkanir sem brot á réttindum þeirra. Þjóðfélagið verður stundum að hefta frelsi barna til þess að þau geti hlotið fræðslu eða til.að koma í veg fyrir, að þau skaði sig. Það er aftur á móti ákaflega þýðingarmikið, að slík höft séu sanngjörn. Þarf'því að vega og meta, hvaða stjórnarskrárréttindi eru þess eðlis, 2) Roscoe Pound: Selected Essays on Family Law, bls. 1—19. 3) Max Rheinstein: The Family and the Law, bls. 76. 4) Sjá t.d. The Unfulfilled Promise of the American Juvenile Court e. Orman W. Ketcham, ein 10 ritgerða í bókinni: Justice for the Child (útgefin af Margaret K. Rosenheim, 1962). 10

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.