Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 5
þar við bættist atorka sem ómetanleg reyndist við úrlausn hvers vanda.
Alfreð Gíslason var samstarfsmaður minn á Alþingi 1959—1963. Fyrir
það samstarf er ég honum ævinlega þakklátur. Er ég á þessum árum hóf
þingstörf, reyndist hann ætíð reiðubúinn til að miðla af sinni miklu reynslu
og veita hver þau hollráð, er hann mátti, enda var Alfreð þaulreyndur bar-
áttumaður í sveitarstjórnar- og landsmálum, er hann kom á þing.
Því fór fjarri, að áhugi Alfreðs væri einungis bundinn við næsta nágrenni
eða heimabyggð. Honum var það fullkomlega Ijóst, að á Alþingi íslendinga
var hann alþingismaður þjóðar sinnar, er bar fulla ábyrgð á framvindu allra
þeirra málefna, er Alþingi fjallaði um.
Eftirlifandi eiginkona Alfreðs er Vigdís Jakobsdóttir, útgerðarmanns á
Seyðisfirði Sigurðssonar og konu hans Önnu Magnúsdóttur. Þau Alfreð
gengu í hjónaband 12. september 1931. Börn þeirra eru tvö: Gísli Jakob
leikari, fæddur 1933, sem kvæntur er Guðnýju Árdal, og Anna Jóhanna,
fædd 1948, gift Finni Björnssyni arkitekt. Alfreð var hamingjusamur í einka-
lífi sínu og naut ómetanlegs stuðnings eiginkonu sinnar við umfangsmikil
störf.
Alfreð Gíslason var vinsæll maður, og margir sakna nú vinar f stað.
Matthías Á. Mathiesen.
HALLDÓR KR. JÚLÍUSSON
Upp úr miðri síðustu öld bjó í Reykjavík Hall-
dór Kr. Friðriksson yfirkennari. Það var mað-
ur, sem sannarlega mátti segja um að sópaði
að og lét æði margt til sín taka. Á Hafnarárum
sínum gerðist hann ábyrgðarmaður tveggja síð-
ustu árganga Fjölnis. Hér varð hann einn af
styrkustu mönnum JónsSigurðssonar, grjótpáll-
inn, sagði Jón um hann. Hann var lengi þing-
maður Reykvíkinga og í matjurtargarði hans var
Alþingishúsið reist. Hann var einn forgöngu-
manna Hús- og bústjórnarfélags Suðuramtsins
og einstakur ræktunar- og búfjármaður og hef-
ir sú hneigð haldist í ætt hans. Hann var allra
kennara fúsastur á að taka að sér fjárhald
skólapilta og kom því margt hinna yngri manna
á heimili hans og hans dönsku konu.
Einn af sonum Halldórs Kr. Friðrikssonar var Júlíus læknir. Hann var lengi
héraðslæknir í Húnavatnssýslu og hélt stórbú að Klömbrum í Vesturhópi og
reyndist þar hinn mesti búforkur. Hann giftist Ingibjörgu Magnúsdóttur prests
Jónssonar að Grenjaðarstað í Þingeyjarþingi. Magnús var bróðir Guðnýjar
skáldkonu, sem kennd er við Klambra.
Þessir voru foreldrar Halldórs Kristjáns Júlíussonar sýslumanns.
Einn af ættingjum Halldórs segir frá því í minningargrein, að Júlíus lækn-
47