Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Síða 7
voru það upptök málsins í höndum Halldórs Kr. Júlíussonar. Kom sér þá vel hið þrautþjálfaða auga sýslumanns við að gjöra mun á litlu máli og stóru, alvarlegu máli og öðru er var lítils háttar. Dómsmálaráðherra var um þessar mundir Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann kynnti sér rannsóknir þær er farið höfðu fram og varð endirinn sá að sýslu- maður Strandamanna var valinn, sem rannsóknardómari, og fór hann síðan með allt þetta mál, sem konunglegur commissarius. Nú vildi svo til að það voru engir aukvisar, sem snerust á móti hinum konunglega commisario. Það voru stórir menn er gegn honum lögðust. Stóð rannsóknin lengi yfir og var mjög víðtæk. Hér í Reykjavík var vart um annað talað um skeið en Hnífsdalsmálið, en svo var rannsóknin, og mál það er af henni spratt kallað af almenningi. Var um rannsóknina rætt í blöðum og revíum og bæði skop og illyrði lágu mönnum á tungu. Ýmsum brögðum var beitt til þess að fá rannsóknardómarann felldan úr starfi. En Halldór reyndist „harðsnúinn gestur" eins og kveðið var í revíu og lét ekkert á sig fá. Fékk hann lokið rannsókn sinni og komið lögum yfir hina seku menn. Málinu lauk í Hæstarétti hinn 15. desember 1930. Það hafði þá staðið frá því vorið 1927. Eins og Halldór átti ætt til hóf hann brátt búskap eftir að hann kom til Borðeyrar. Hafði hann mikla trú á hinum norðlægu byggðum í því skyni og raunar meiri en þeir er sunnar bjuggu. Átti hann löngum bú að Valdasteíns- stöðum í Bæjarhreppi. Halldór sagði af sér embætti og flutti til Reykjavíkur árið 1938 eins og áður segir. Flutti hann búskapinn með sér og settist að á smábýlinu Melbæ í Soga- mýri með fjölskyldu sinni. Var hann í nokkur ár á vegum dómsmálaráðuneyt- isins við rannsóknastörf og fleira. En síðustu árin lifði hann rólegu lífi með fjölskyldu sinni og vinum og fornum höfundum. í tímariti Máls og menningar árið 1973 lýsir Jón Jóhannesson skáld því í dag- bókarkorni að hann hafi verið kaupamaður hjá Halldóri sýslumanni á Valda- steinsstöðum. Er sú lýsing harla góð. Hann segir m.a. að Halldór hafi verið sér hinn Ijúfasti húsbóndi. „Hitt fór ekki fram hjá mér“ segir hann „.hvernig sturlungablóðið sauð honum í hjarta". Halldór var maður laglegur „sannhöfðinglegur á að líta“ orðar Jón Jóhann- esson það. Hann var mikill yfir máli, ræðinn og mjög fróður um menn og mál- efni. Rabbfundur með Halldóri sýslumanni um heima og geima var ávalt skemmtilegur viðburður. Tilsvör hans voru skörp og hittin, persónuleiki mik- ill og minnisstæður, viðræðan næsta fróðleg. Hann þótti hrjúfur ákomu við fyrstu kynni, en var ávalt mannlegur og ræddi við hvern sem var, sem jafn- ingja sinn. Hann átti til með að ganga til verks með vinnufólki sínu ef á þurfti að halda og svo bauð við að horfa, og sást þá hvergi að þar var kominn sýslumaðurinn, svo var hann alúðlegur. En primus inter pares var hann ávalt og vildi vera. Hann var viðtalsgóður og viðtalsmikill. Ávalt setti latína sú, er hann lærði í skóla og meðan hann var undir handarjaðri afa síns, svip sinn á viðræður Halldórs. Honum var einnig gjarnt á að vitna í heimspekileg rit er hann las á síðustu árum. Halldór andaðist hinn 4. maí 1976. Hann var þá 981/2 árs að aldri og hafði að síðustu harla hljótt um sig enda var heilsa hans þá mjög farin og hinir fornu vinir horfnir. Hann var þá elsti lögfræðingur landsins og elsti stúdentinn. Hann vantaði 49

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.