Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Qupperneq 9
ílentust öll í Skagafirði, þar af fjögur heima á Syðri-Brekkum. Pétur Jónasson,
elstur þessara systkina, var lengi hreþpstjóri á Sauðárkróki. Hann lifir í hárri
elli ásamt Sigríði á Syðri-Brekkum. Hin systkinin eru öll látin.
Foreldrar Hermanns voru efnalitlir eins og margir á þeirri tíð, en myndar-
fólk og vel gefið. Var faðir hans smiður góður, lærður í iðn sinni innanlands
og utan. Pálína, móðir Hermanns, nam Ijósmóðurfræði ung að árum og stund-
aði Ijósmóðurstörf við góðan orðstír meira en hálfa öld. Jónas andaðist árið
1941, 85 ára að aldri, en Pálína árið 1949, þá 83 ára.
Á æskuárum Hermanns Jónassonar var það enginn sjálfsagður hlutur, að
fátækir sveitadrengir legðu fyrir sig langskólanám. Til þess að svo mætti
verða, þurfti sérstakar aðstæður, m.a. vissu um gáfur og námshæfileika. Her-
mann hóf skólanám við Gagnfræðaskólann á Akureyri haustið 1914 og tók
gagnfræðapróf vorið 1917. Stúdentsprófi lauk hann í Reykjavík 1920. Að svo
búnu stundaði hann laganám við Háskóla íslands og lauk embættisprófi í
lögfræði 24. febrúar 1924. — Sóttist honum allt nám vel, ekki síst laganámið.
Að loknu embættisprófi réðst Hermann til starfa hjá bæjarfógetanum í
Reykjavík, sem þá var Jóhannes Jóhannesson. Var hann bæjarfógetafulltrúi
næstu 4 ár, en í ársbyrjun 1929 tók hann við embætti lögreglustjóra í Reykja-
vík og gegndi því til 29. júlí 1934, er hann varð forsætisráðherra. Áður en
hann tók við embættinu, hafði hann ferðast um Norðurlönd og Þýskaland og
kynnt sér þar lögreglumál. Mig brestur þekkingu til þess að meta embættis-
störf Hermanns á þessum árum, en víst er, að hann lét að sér kveða í embætti
sínu og beitti sér fyrir ýmsum nýjungum í starfi og breytingum á skipulagi
lögreglunnar auk fjölgunar lögregluliðsins, sem var umtalsverð í embættistíð
hans.
Að því er ég best veit hafði Hermann Jónasson ekki afskipti af stjórnmál-
um, svo að neinu næmi, fyrr en hann bauð sig fram á lista Framsóknarflokks-
ins við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík 1930. Sat hann í bæjarstjórn tvö
kjörtímabil, 1930—1938. Komu fljótt í Ijós hæfileikar hans til stjórnmálafor-
ystu, og varð landsfrægt, er hann var valinn forsætisráðherraefni flokks síns
1934 að afstöðnum fyrstu alþingiskosningum, sem hann tók þátt í, en hann
var þá nýkjörinn þingmaður Strandamanna með yfirburðum, sem tæþast urðu
séðir fyrir. Hermann varð forsætisráðherra á mjög erfiðu tímabili og róstu-
sömu skeiði í stjórnmálum, ekki síst í hans eigin flokki, sem hafði þolað
klofning og missi merkra forystumanna. Kom það í hlut Hermanns að veita
ríkisstjórnum forystu næstu 8 ár og vinna jafnframt að eflingu flokks síns að
nýju. Verður ekki um það deilt, að síst brugðust Hermanni Jónassyni foringja-
hæfileikar. Góðar gáfur hans, menntun og traust skapgerð fengu notið sín
í þessum störfum, svo að segja má, að leitt hafi til þess árangurs, sem að
var stefr.í. Þær ríkisstjórnir, sem Hermann var í forsæti fyrir á þessu tíma-
bili, voru og verða umdeildar, en engin deyfð var yfir stjórnarathöfnum þeirra,
og verka þeirra sér stað enn þann dag í dag, ef grannt er skoðað. Laga-
menn mega minnast þess, að Hermann Jónasson var dómsmálaráðherra öll
þessi ár og átti mikinn hlut að nýmælum á sviði réttarfars og dómsmála. Má
þar nefna löggjöf um Hæstarétt, lög um meðferð einkamála í héraði og almenn
hegningarlög, svo að einhvers sé getið.
Ekki mun ég í þessum fáu minningarorðum rekja í smáatriðum stjórnmála-
afskipti Hermanns Jónassonar og áhrif hans á löggjöf og þróun almennra
51