Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 30
Barði Friðriksson hrl.:
50 ÁRA AFMÆLI
EMBÆTTIS SÁTTASEMJARA RÍKISINS
Embætti sáttasemjara ríkisins hefir allt frá stofnun þess í reynd
verið eitt allra þýðingarmesta embætti á íslandi. Og þó að oft hafi
virst „að ógæfu íslands yrði allt að vopni“ hefir ekki orðið sú raun-
in á, þegar valdir hafa verið menn til þessa embættis. Til þess hafa
einungis valist þeir, sem hverju sinni þóttu best til þess hæfir sökum
vitsmuna, reynslu og alhliða þekkingar á þjóðarhag og nutu óskoraðs
trausts samningsaðila og þjóðarinnar allrar.
Stofnun embættis sáttasemjara ríkisins átti langan aðdraganda. Með
tilkomu afkastamikilla atvinnutækja í sjávarútvegi síðast á 19. öld,
fyrst stórra fiskiskúta og síðar togara, tók smám saman að fjölga
fólki á þeim stöðum þar sem slík útgerð var mest. Hið íslenska bænda-
þjóðfélág, sem í stórum dráttum hafði, að uppbyggingu til, staðið ó-
breytt frá landnámsöld, tók þannig smám saman að breytast í borgara-
þjóðfélag með tilheyrandi einkennum. Atvinnubylting þessi breytti
hinu persónulega sambandi, sem var milli smáatvinnurekanda, land-
bónda eða útvegsbónda og starfsmanna hans og í kjölfar hennar urðu
raunverulega til nýjar þjóðfélagsstéttir: Annars vegar vinnuveitend-
ur með marga starfsmenn í þjónustu sinni og hins végar launþegar,
verkamenn og sjómenn. Framan af bar lítið á hagsmunaágreiningi
milli þessara stétta, en í raun höfðu vinnuveitendur allt ráð launþega
í hendi sér. Hér virðist rétt að geta þess, að menn sóttu mjög eftir
skiprúmi á skútum og togurum, enda tekj ur þar betri en annars staðar,
þótt vinnuveitendur réðu um sinn einir kaupi og kjörum. Slík skipan
gat þó að sjálfsögðu ekki staðið til frambúðar. Smám saman risu upp
verkalýðsfélög, er hófu baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna
sinna. Fyrsta meiriháttar verkfall hérlendis gerðu hásetar á togurum
1916. Sama ár stofnuðu verkalýðsfélögin samband með sér, Alþýðu-
72