Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Page 34
Torfi Hjartarson sáttasemjari frá 1945 Jónatan Hallvarðsson sáttasemjari 1942—45 K.h. 24. des. 1930: Sigurrós Gísladóttir, sjóm. í Rvík, Kristjánssonar. — Samkvæmt sáttabókum hans hafði hann til meðferðar þessi sátta- mál: 1943: 6, 1944: 22, 1945: 5 eða alls 33. 4.Torfi Hjartarson, f.21.maí 1902 á Hvanneyri í Borgarfirði. Foreldr- ar hans voru Hjörtur alþingismaður og bóndi í Arnarholti Snorrason og k. h. Ragnheiður Torfadóttir skólastjóra í Ólafsdal. Cand.juris frá Há- skóla Islands 1930. Dvaldist í London 1930—1931 og kynnti sér rétt- arfar. Settur sýslumaður í Isafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Isafirði l. júní 1934 og skipaður í það embætti sama ár. Bæjarfulltrúi á ísa- firði 1940—1943. Skipaður tollstjóri í Reykjavík 16. júlí 1943 frá 1. október sama árs og gegndi því embætti til ársloka 1972, er hann lét af því fyrir aldurs sakir. Skipaður varasáttasemjari ríkisins í vinnudeilum 11. júlí 1944. Varð sáttasemjari ríkisins í vinnudeilum í maí 1945 og síðan ávallt endurskipaður. Hélt hann fyrsta sáttafund sinn 12. maí 1945. Þá hefir hann og gegnt fjölmörgum störfum í nefndum, er snerta löggjöf um vinnumál og tollamál. Heiðursmerki: R.I.F., Str. I.F., Str. I.F. með stjörnu, K.No. Sto., K.Dbg, KFíHR. K. 1. febr. 1934: Anna Jónsdóttir, vélfræðings og útgerðarm. í Hrísey. — Sáttamál þau, sem Torfi hefir haft til meðferðar frá upphafi til ársloka 1975 eru þessi. 1945: 8, 1946: 11, 1947: 12, 1948: 18, 1949: 31, 1950: 15, 1951: 14, 1952: 8, 1953: 8, 1954: 14, 1955: 12, 1956: 8, 1957: 17, 1958: 17, 1959: 9, 1960: 4, 1961. 23, 1962: 9, 1963: 23, 1964: 20, 1965: 28, 1966: 16, 1967: 14, 1968: 13, 1969: 17, 1970: 22, 1971: 12, 1972: 19, 1973: 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.