Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Side 40
fyrir hvert barn 273.000 kr.
2. mgr. Bætur greiðast aðeins samkvæmt einum töluliða 1, 2 eða 3, en til
viðbótar bótum skv. 2. eða 3. tölulið geta komið bætur skv. 4. tölulið.
3. mgr. Rétthafar dánarbáta skv. hverjum tölulið eru þessir:
1. Lögerfingjar.
2. Viðkomandi aðilar að jöfnu.
3. Eftirlifandi maki.
4. Viðkomandi börn, en bætur greiðast til eftirlifandi maka, ef hann er ann-
að foreldri, ella til yfirlögráðanda eða fjárhaldsmanns.
4. mgr. Bætur vegna varanlegrar örorku greiðast í hlutfalli við vátrygging-
arfjárhæðina 2.400.000 kr., þó þannig að hvert örorkustig yfir 75% virkar tvö-
falt, og geta heildarbætur því orðið 3.000.000 kr. við 100% öorku.
5. mgr. Vátryggingarfjárhæðir skv. framansögðu hafa tekið á sig hækkun
vegna áætlaðrar hækkunar verðlags miðað við vísitölu framfærslukostnaðar á
tímabilinu frá 1. nóvember 1975 til 1. maí 1976 um 9,3%.
6. mgr. Vátryggingarfjárhæðir þessar ber að endurskoða um næstu áramót
og hækka þær þá sem nemur breytingu á launaflokki A 15 eftir eins árs starf
miðað við tímabilið frá 1. nóvember 1975 til jafnlengdar 1976. Til frádráttar
þeirri breytingu komi 9,3%, sbr. 5. mgr. Auk þess ber þá að hækka fjárhæð-
irnar um áætlaða hækkun verðlags tímabilið frá 1. nóvember 1976 til 1. maí
1977 skv. áætlun, sem Hagstofa Islands gerir. Vátryggingarfjárhæðirnar ber
síðan að endurskoða um hver áramót eftir sömu reglum.
7. mgr. Ákvæði þessi valda í engu skerðingu á áður umsömdum hagstæð-
ari tryggingarréti launþega.
8. mgr. Vátryggingin tekur gildi um leið og tryggingarskyldur launþegi kem-
ur á launaskrá (hefur störf), en fellur úr gildi um leið og hann fellur af launa-
skrá (hættir störfum).
9. mgr. Skilmálar séu almennir skilmálar, sem í gildi eru fyrir atvinnuslysa-
tryggingar launþega hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, þegar samkomu-
lag þetta er gert.
5. gr.
1. mgr. Starfsmaður, sem er aðili að samningi þessum, hefur starfað í þjón-
ustu ríkisins í 5 ár og er síðan skipaður til starfs, sem gerir kröfu til að hann
flytji milli lögsagnarumdæma, á rétt á greiðslu fargjalda sinna og fjölskyldu
sinnar og hæfilegs flutningskostnaðar búslóðar úr ríkissjóði.
Réttur til slíkrar greiðslu vaknar að nýju 5 árum eftir að síðast var flutt.
2. mgr. Starfsaldursskilyrði 1. mgr. tekur þó eigi til dómarafulltrúa, enda
sé flutt eigi skemmri vegalengd en 100 km.
6. gr.
Um gildistíma og uppsögn þessa dóms fer skv. ákvæðum laga nr. 46/1973.“
II. ATHUGASEMDIR VIÐ EINSTÖK ÁKVÆÐI DÓMSINS
Dómur sá (ætti að nefnast úrskurður skv. m.a. 3. og 4. mgr. 17 gr. I. nr.
46/1973) sem birtur er hér að framan, gildir sem sérkjarasamningur milli Ll
og ríkissjóðs fyrir tímabilið 1.7. 1976 til 1.7. 1978. Hann tekur þannig við af
82