Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 7
JÓHANN HAFSTEIN
Jóhann Hafstein fyrrverandi dómsmálaráð-
herra og forsætisráðherra lést 15. maí s.l. eftir
löng veikindi. Hann fæddist 19. september 1915,
sonur Júlíusar sýslumanns Havsteen og konu
hans Þórunnar Jónsdóttur. Jóhann varð stúdent
á Akureyri 1934 og lauk lagaprófi 4 árum síðar.
Fór hann þá til þjóðréttarnáms í London, en
kom heim 1939 og hóf störf hjá Sjálfstæðis-
flokknum. Hann var framkvæmdastjóri flokks-
ins 1942-1952, en varð þá bankasíjóri í Útvegs-
bankanum. Af því starfi lét hann 1963, þegar
hann varð ráðherra. Eftir að hann lét af ráð-
herraembætti 1971, var hann áfram alþingis-
maður til 1978. — Jóhann kvæntist 1938 Ragn-
heiði, dóttur Hauks Thors framkvæmdastjóra og
Sofíu Hafstein. Voru þau hjón þremenningar,
því að Hannes Hafstein ráðherra var móðurfaðir Ragnheiðar og bróðir móð-
urmóður Jóhanns, Láru konu Jóns Þórarinssonar fræðslumálastjóra. Þau
Jóhann og Ragnheiður eignuðust 3 syni: Hauk innanhússarkitekt, Jóhann
fulltrúa og Pétur lögfræðing.
Jóhann sigldi sem fyrr getur til framhaldsnáms og var um skeið háskóla-
kennari í almennri lögfræði og þjóðarétti. Þó lagði hann ekki fyrir sig fræði-
störf í lögum heldur helgaði hann sig að mestu leyti ýmiss konar stjórnmála-
starfi auk bankastjórnar. Meðan hann var við nám, hafði hann vakið athygli
fyrir vasklega framgöngu í félagsmálum. Hann stóð m.a. að stofnun Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og var fyrsti formaður félagsins og for-
maður stúdentaráðs. Þegar hann hafði starfað um skeið fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, varð hvorttveggja sama árið, 1946, að hann var kosinn í borgar-
stjórn í Reykjavík og á þing fyrir Reykvíkinga. Hann tók þegar sæti í borgar-
ráði og sat þar tvö kjörtímabil, en í borgarstjórn til 1958. Ráðherra varð
hann fyrst í nokkra mánuði 1961, meðan Ólafur Thors var í leyfi, en 1963
tók hann við dómsmálum, kirkjumálum, heilbrigðismálum og iðnaðarmálum
í ríkisstjórninni. Fjallaði hann um þessa málaflokka til 1970 og iðnaðarmál
ári lengur. Þegar Bjarni Benediktsson féll frá um mitt sumar 1970, varð
Jóhann forsætisráðherra. Nokkrar breytingar höfðu orðið á verkaskiptingu
ráðherra áður vegna nýrra ákvæða í lögum nr. 73/1969, og svo varð enn,
er Jóhann endurskipulagði ríkisstjórnina haustið 1970. — Jóhann hafði með
höndum margvísleg störf tengd stjórnmálum auk þeirra, sem þegar eru
talin. M.a. var hann formaður Sjálfstæðisflokksins 1970-1973, en þá lét hann
að eigin ósk af þeim starfa vegna heilsubrests.
Þegar Jóhann Hafstein óx upp, var tvennt, sem stjórnmál varðaði, efst
í huga manna hér á landi: sjálfstæðismálið og kreppan. Lýðveldisstofnunin
201