Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 7
JÓHANN HAFSTEIN Jóhann Hafstein fyrrverandi dómsmálaráð- herra og forsætisráðherra lést 15. maí s.l. eftir löng veikindi. Hann fæddist 19. september 1915, sonur Júlíusar sýslumanns Havsteen og konu hans Þórunnar Jónsdóttur. Jóhann varð stúdent á Akureyri 1934 og lauk lagaprófi 4 árum síðar. Fór hann þá til þjóðréttarnáms í London, en kom heim 1939 og hóf störf hjá Sjálfstæðis- flokknum. Hann var framkvæmdastjóri flokks- ins 1942-1952, en varð þá bankasíjóri í Útvegs- bankanum. Af því starfi lét hann 1963, þegar hann varð ráðherra. Eftir að hann lét af ráð- herraembætti 1971, var hann áfram alþingis- maður til 1978. — Jóhann kvæntist 1938 Ragn- heiði, dóttur Hauks Thors framkvæmdastjóra og Sofíu Hafstein. Voru þau hjón þremenningar, því að Hannes Hafstein ráðherra var móðurfaðir Ragnheiðar og bróðir móð- urmóður Jóhanns, Láru konu Jóns Þórarinssonar fræðslumálastjóra. Þau Jóhann og Ragnheiður eignuðust 3 syni: Hauk innanhússarkitekt, Jóhann fulltrúa og Pétur lögfræðing. Jóhann sigldi sem fyrr getur til framhaldsnáms og var um skeið háskóla- kennari í almennri lögfræði og þjóðarétti. Þó lagði hann ekki fyrir sig fræði- störf í lögum heldur helgaði hann sig að mestu leyti ýmiss konar stjórnmála- starfi auk bankastjórnar. Meðan hann var við nám, hafði hann vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í félagsmálum. Hann stóð m.a. að stofnun Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og var fyrsti formaður félagsins og for- maður stúdentaráðs. Þegar hann hafði starfað um skeið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, varð hvorttveggja sama árið, 1946, að hann var kosinn í borgar- stjórn í Reykjavík og á þing fyrir Reykvíkinga. Hann tók þegar sæti í borgar- ráði og sat þar tvö kjörtímabil, en í borgarstjórn til 1958. Ráðherra varð hann fyrst í nokkra mánuði 1961, meðan Ólafur Thors var í leyfi, en 1963 tók hann við dómsmálum, kirkjumálum, heilbrigðismálum og iðnaðarmálum í ríkisstjórninni. Fjallaði hann um þessa málaflokka til 1970 og iðnaðarmál ári lengur. Þegar Bjarni Benediktsson féll frá um mitt sumar 1970, varð Jóhann forsætisráðherra. Nokkrar breytingar höfðu orðið á verkaskiptingu ráðherra áður vegna nýrra ákvæða í lögum nr. 73/1969, og svo varð enn, er Jóhann endurskipulagði ríkisstjórnina haustið 1970. — Jóhann hafði með höndum margvísleg störf tengd stjórnmálum auk þeirra, sem þegar eru talin. M.a. var hann formaður Sjálfstæðisflokksins 1970-1973, en þá lét hann að eigin ósk af þeim starfa vegna heilsubrests. Þegar Jóhann Hafstein óx upp, var tvennt, sem stjórnmál varðaði, efst í huga manna hér á landi: sjálfstæðismálið og kreppan. Lýðveldisstofnunin 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.