Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 39
fjölmiðla, sem oft getur tekið á sig mynd óréttmætrar gagnrýni. Þá lítur almenningur sjálfsagt allt öðrum augum á dómarastörf en dóm- arar sjálfir. Almenningur ruglar eðlilega saman störfum dómara og störfum framkvæmdarvaldshafa, enda eru þessi störf oft á einni hendi. Hugsanlega verður aðskilnaður Rannsóknarlögreglu og Saka- dóms metinn sem eitt af stærri framfarasporum til aukinna mannrétt- inda á þessari öld, þegar fram í sækir. Fjölmiðlar börðust ekki bein- línis fyrir þeirri breytingu, en umfjöllun um ákveðin sakamál átti a.m.k. sinn þátt í að flýta henni. Næsta stóra framfaraskref til auk- inna mannréttinda er auðvitað aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdar- valds við héraðsdómstólaembættin. Sumir dómarar sakna næstum því þeirrar dómsmálaumræðu, sem hér fór fram fyrir nokkrum árum, þó að hún lenti oft á villigötum. Söknuðurinn stafar auðvitað af því, að hér á landi virðist ekkert gerast nema fjölmiðlarnir séu með málefni milli tannanna, ef svo má að orði komast. Auðvitað má setja umfjöllun blaða og annarra fjölmiðla sérstakan lagaramma, þ.á m. mætti setja í lög, hvernig fjalla eigi um dómstóla og málefni þeirra. Hætt er við, að þetta þætti bera keim ritskoðunar, og skal þeirri leið ekki mæld bót hér. Refsilög, prentlög og önnur laga- setning mun auðvitað setja frásögn fjölmiðla einhver mörk. Hér verð- ur ekki um þá löggjöf fjallað enda efni í heilt erindi. Má í heild vitna til bókar dr. Gunnars Thoroddsen, Fjölmæli, um þetta efni. Hér er hins vegar rétt að benda á siðareglur blaðamanna, sem sam- þykktar voru á framhaldsaðalfundi blaðamannafélagsins 1965 og hafa verið óbreyttar síðan. Félagið kýs á aðalfundi hverjum þrjá menn í siðanefnd. 1 nefndinni sitja nú Bjarni Sigurðsson lektor, Vilhelm Kristinsson fyrrverandi blaðamaður og Gísli J. Ástþórsson blaðamað- ur. í þessum reglum er leitast við að skapa staðla fyrir skrif blaða- manna. Islensku reglurnar eru mjög almenns eðlis. Viðurlög eru birt- ing úrskurðar í Félagstíðindum og brottvísun úr féláginu, séu sakir miklar. Hér verður þeirri skoðun haldið fram, að blaðamenn séu hér á réttri leið, en séu íslensku reglurnar bornar saman við reglur annars staðar, má sjá, að þær mættu vera til muna ítarlegri. Það er eðlilegra, að þeir sem á fjölmiðlun starfa haldi uppi almennum aga innan stétt- arinnar, en kostur fjölmiðla sé þrengdur með heildarlögum. Fjölmiðla- fólk verður svo auðvitað að vera selt undir sömu lög og aðrir. Þeir eiga ekki að njóta sérréttinda. Við getum velt fyrir okkur þeirri aðstöðu, sem dómari getur lent í gagnvart blaðamanni í dómsal. Sama aðstaða getur auðvitað einnig komið upp gagnvart manni, sem ekki er blaðamaður. Hér verður látið 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.