Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 64
4. KÓPAVOGUR. a. Ásgeir Pétursson var skipaður bæjarfógeti í Kópavogi hinn 21. ágúst 1979 frá og með 1. október 1979. Auk Ásgeirs sóttu um embættið: Barði Þórhallsson bæjarfógeti, Elias I. Eliasson bæjarfógeti, Halldór Þ. Jónsson fulltrúi, Jón A. Ólafsson sakadómari, Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri, Már Pétursson héraðsdómari, Ólafur St. Sigurðsson héraðsdómari, Rúnar Guð- jónsson sýslumaður. 5. MÝRA- OG BORGARFJARÐARSÝSLA. a. Rúnar Guðjónsson var skipaður sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu frá 1. nóvember 1979. Auk Rúnars sóttu um embættið: Barði Þórhalls- son bæjarfógeti, Elías I. Elíasson bæjarfógeti, Gísli Kjartansson fulltrúi, Guð- mundur L. Jóhannesson aðalfulltrúi, Halldór Þ. Jónsson fulltrúi, Hermann G. Jónsson fulltrúi, Jón Sveinsson fulltrúi, Leó E. Löve fulltrúi, Ólafur St. Sigurðsson héraðsdómari, Sigurberg Guðjónsson fulltrúi. 6. BORGARDÓMARAEMBÆTTIÐ Í REYKJAVÍK. a. Friðgeir Björnsson og Garðar Gíslason voru skipaðir borgardómarar við borgardómaraembættið í Reykjavík hinn 28. september 1979 frá og með 1. desember 1979. Aðrir umsækjendur um stöðuna, auk Friðgeirs og Garðars voru: Hjalti Zóphóníasson deildarstjóri, Hjördís B. Hákonardóttir fulltrúi, Sigríður Ólafsdóttir fulltrúi, Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari, Valtýr Sigurðsson aðalfulltrúi, Þorkell Gíslason fulltrúi. b. Þorgeir Örlygsson var skipaður fulltrúi við borgardómaraembættið í Reykja- vík hinn 20. nóvember 1979 frá 1. desember 1979. c. Kristjana Jónsdóttir var skipuð fulltrúi við borgardómaraembættið í Reykja- vík hinn 20. nóvember 1979 frá 1. desember 1979. d. Sigríður Ólafsdóttir var skipuð aðalfulltrúi við borgardómaraembættið í Reykjavík 21. nóvember 1979 frá 1. desember 1979. e. Þórhildur Líndal var skipuð fulltrúi við borgardómaraembættið í Reykjavík 2. maí 1980 frá 1. maí 1980. 7. BORGARFÓGETAEMBÆTTiÐ í REYKJAVIK. a. Friðjóni Skarphéðinssyni yfirborgarfógeta var veitt lausn frá störfum frá og með 1. september 1979. b. Jón Skaftason var skipaður yfirborgarfógeti 9. júlí 1979 frá og með 1. september 1979. Auk Jóns sóttu um embættið: Ásberg Sigurðsson borgar- fógeti, Ásgeir Pétursson sýslumaður, Elías I. Elíasson bæjarfógeti, Guð- mundur V. Jósefsson gjaldheimtustjóri, Unnsteinn Beck borgarfógeti. c. Unnsteini Beck borgarfógeta var veitt lausn frá störfum frá og með 1. desember 1979. d. Jónas Gústavsson var skipaður borgarfógeti 28. september 1979 frá og með 1. desember 1979 að telja. Auk Jónasar sóttu um embættið: Ragnar Halldór Hall fulltrúi, Volter Antonsson hrl., Þorkell Gíslason fulltrúi. e. Sigurði M. Helgasyni var veitt lausn frá störfum frá og með 1. október 1980. f. Ragnar Halldór Hall var skipaður borgarfógeti hinn 17. september 1980 frá og með 15. október 1980. Aðrir umsækjendur voru: Þorkell Gíslason full- trúi og Ólafur Sigurgeirsson fulltrúi. 258

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.