Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 35
Hrafn Bragason borgardómari: DÓMSTÓLAR OG FJÖLMIÐLAR Inngangfur: Við fjöllum hér um svið, þar sem tveir kraftar geta togast á. Ann- ars vegar fjölmiðlamenn, boðberar tjáningarfrelsisins, og hins vegar lögfræðingar, boðberar þess að lög landsins séu haldin og að borgarar þjóðfélagsins fái án truflunar hlutlæga umfjöllun mála sinna fyrir dómstólunum. Hér togast á tvær grundvallarreglur, tjáningarfrelsið sem fram kemur í 72. gr. stjórnarskrárinnar, og sú regla 61. gr. stjórn- arskrárinnar, að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara ein- ungis eftir lögum. Sá ótti er til staðar, að umfjöllun fjölmiðla geti truflað störf dómenda. Eftir þessum tveimur grundvallarreglum verður að fara, og miklu skiptir að árekstrar verði sem fæstir við þá framkvæmd. Dómarar verða að hafa hugfast, að eftir þeim lögum, sem þeir eiga að gæta, er það aðalregla, að þinghöld á að heyja í heyranda hljóði (sjá 16. gr.,1. 74/1974 og 39. gr. 1. 85/1936 sbr. 58. gr. 1. 75/1973). Málsmeðferðin á þannig að vera opinber. Dómurum er gert að starfa á þann veg, að allur almenningur geti með því fylgst. Opinber máls- meðferð, sem tryggð er í réttarfai’slögum, verður að miklu leyti form- ið eitt, miðli fjölmiðlarnir ekki því sem fram fer í dómsölunum eða a.m.k. megi ætíð við því búast. Dómstólarnir eru síðasta skjól þess, sem órétti er beittur, og það aðhald, sem þeir eiga að veita einstaklingum og opinberum aðilum, verður ekki rækt nema þeir starfi fyrir opnum tjöldum. Fjölmiðlarnir eru nauðsynlegir til þess að dómstólarnir geti rækt þetta hlutverk sitt. Þá veitir opinber frásögn dómurum aðhald, sem öllum er nauð- synlegt. 229

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.