Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 48
neytið. Stjórn Lagastofnunar telur rétt, áður en lengra er haldið, að ræða nánar við ráðuneytið um framkvæmd þessa verkefnis. Er meðal annars Ijóst, að taka þarf afstöðu til eftirtalinna atriða: 1. Hver á að vera hlutur Lagastofnunar í útgáfunni? 2. Á stofnunin einungis að búa handrit til prentunar eða eru henni ætluð fleiri verkefni t.d. samning skráa, prófarkalestur og annað áþekkt? 3. Hver á að hafa endanlegt ákvörðunarvald um tilhögun útgáfunnar, Laga- stofnun eða ráðuneyti? 4. Hefur ráðuneytið einhverjar hugmyndir um nýskipan útgáfunnar, — er óskað tillagna stofnunarinnar þar að lútandi? 5. Hver á að annast samninga við bókagerðarfyrirtæki, prentsmiðju, bók- bandsfyrirtæki, Lagastofnun eða ráðuneytið? 6. Hvenær er óskað, að hafizt verði handa, hvenær er stefnt að því að lagasafnið komi út? 7. Hvernig á að haga greiðslum fyrir verkið? Um þessi og önnur atriði má ætla, að höfð verði hliðsjón af því, sem áður hefur tíðkazt. Eigi að síður sýnist nauðsynlegt, að samkomulag um þessi atriði milli ráðuneytis og Lagastofnunar verði fest á blað. Stjórn stofnunarinnar leyfir sér því hér með að fara þess á leit, að ráðu- neytið nefni við allra fyrsta hentugleika mann til viðræðna um ofangreind atriði og önnur, sem í Ijós kynnu að koma í viðræðum, þannig að unnt verði að ganga sem fyrst frá samkomulagi. Virðingarfyllst, Sigurður Líndal, forstöðumaður." Síðan hefur forstöðumaður átt viðræður um málið við ráðuneytið og meðal annars lagt fram hugmynd að samningi eða erindisbréfi, þar sem kveðið er á um verkaskiptingu. Er það plagg nú til athugunar í ráðuneytinu. Fjármál: Gjöld Lagastofnunar 1979 voru kr. 645.570.—, en til ráðstöfunar voru kr. 2.343.000. Sigurður Líndal. DEILDARFRÉTTIR 1. EMBÆTTISPRÓF. Þessir kandidatar brautskráðust í júní 1980. Benedikt Sigurðsson, II. eink. 6,91 Björgvin Þorsteinsson, I. eink. 11,24 Garðar Briem, II. eink. 7,15 Gréta Baldursdóttir, II. eink. 6,99 Guðgeir Eyjólfsson, I. eink. 7,50 Guðgeir Ingólfur Friðjónsson, II. eink. 9,74 242

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.