Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 28
Lögin afnema endurkröfurétt tryggingaraðila, er greitt hefur tjón- þola bætur, sem draga ber frá skaðabótakröfu eftir skaðabótalögun- um (Endurkröfureglur voru að vísu misjafnlega víðtækar og í sumum tilfellum var endurkröfuréttur ekki fyrir hendi, t.d. í almannatrygg- ingum). 1 Noregi helst þó endurkröfuréttur á hendur manni, sem vald- ið hefur tjóni af ásettu ráði, en sú undantekning skiptir afar litlu máli í framkvæmd. Norsku lögin hafa sérstakt ákvæði um afnám end- urkröfuréttarins í 3-7 gr. og tekur það til almannatrygginga og líf- eyrissjóða, en ekki vinnuveitanda, sem greitt hefur tjónþola laun vegna slyss. 1 sænsku lögunum ségir hins vegar ekkert um endurkröf- ur berum orðum. Það er talið leiða af reglu 5:3 SkL, að engin endur- krafa stofnist, en í greininni felst að sá, sem ábyrgð ber skv. skaða- bótareglum, er ekki dæmdur til að greiða annað en nettótjónið, þ.e. að frádregnum greiðslum frá þriðja manni. Hann ber ekki bótaábyrgð vegna þeirra fjárhæða frá þriðja aðila, sem dregnar eru frá við ákvörð- un bótafjárhæðar til tjónþola (Prop. 1975:12, bls. 128 og 164 og SOU 1973:51, bls. 217). Það felst einnig í 5:3 SkL, að niður fellur endurkröfuréttur vinnu- veitanda, sem greitt hefur tjónþola kaup í veikinda- og slysaforföllum, en reglan í Noregi verður áfram sú, að vinnuveitandi á endurkröfu. Stjórnskipuð norsk nefnd hefur látið í ljós það álit að fella beri niður endurkröfurétt fyrir kaupi greiddu í veikinda- og slysaforföllum (NOU 1977:33, bls. 22-23). íslenskar endurkröfureglur á þessu sviði eru nú allólíkar norskum og sænskum. Hér eiga almannatryggingar víðtækan endurkröfurétt, en í Norégi og Svíþjóð var að heita má búið að afnema hann fyrir gildistöku skaðabótalaganna. Því hefur verið hreyft hér á landi, að ástæðulaust sé að halda í endurkröfurétt almannatrygginga (Arn- ljótur Björnsson (1975), bls. 158). Svíþjóð hefur fellt niður rétt vinnuveitanda til þess að gera endurkröfu vegna launa í forföllum sökum slysa o.þ.h., en í Noregi og á Islandi er slíkur réttur enn fyrir hendi. Annar munur á reglum skaðabótalaganna og íslenskum endur- kröfureglum er ekki umtalsverður. Að því er varðar lífeyrissjóði er það að segja, að engin dæmi numu vera til þess, að íslenskur lífeyris- sjóður hafi haft uppi endurkröfu á hendur bótaskyldum aðila í dóms- máli um skaðabætur vegna líkamstjóns. Er ekki ljóst hvort slík krafa myndi ná fram að ganga hér á landi. 1 Noregi og Svíþjóð eiga lífeyris- sjóðir þeir, sem skaðabótalögin taka til, ekki endurkröfurétt. 222

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.